26.4.2022 | 11:47
Undanskot eigin hlunninda.
Væri ekki ágætt að þið þingmenn gengju fram með góðu fordæmi með því að stöðva skattaundanskot vegna eigin hlunninda ? Stóri bjálkinn í augum ykkar virðist ekki byrgja ykkur sýn á skóginn.
![]() |
Stofna starfshóp sem taki á skattaundanskotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2022 | 10:10
Hin hliðin ekki nefnd.
Það er auðvelt að slá ryki í augu fólks og nefna tölur um hvað kosti að losna við vandamálið fyrir fullt og allt en nefna ekki hver kostnaðurinn er við að halda þessum einstaklingum í óvissu hér á áraraðir. Sjálfur þekki ég dæmi um að einstaklingur sem kom frá Miðausturlöndum ólöglega til Íslands gegnum Grikkland árið 2019 er enn hér að veltast í kerfinu án þess að vera heimiluð þátttaka í samfélaginu. Hvers vegna var honum hleypt inn í landið ef til stóð að halda honum í pattstöðu hér til eilífðarnóns ? Hvers vegna var honum ekki veitt heimild til að vinna þegar hann kom svo hann gæti sannað sig ? Sökum rasssíðra hálfsdags-embættismanna má hann ekki vinna eða gera nokkurn skapaðan hlut sem gæti styrkt félagslega stöðu hans og gert hann samfélagslega gagnlegan. Hér er hann látinn hanga í óvissu meðan oflaunaðir embættismannabossarnir leita að nennunni til að taka á þessum hlutum. Hér vantar sífellt fólk á vinnumarkað á sama tíma og innfæddir húðaletingjar og eilífðaraumingjar leggja sig alla fram við að koma sér hjá því að vinna á kostnað samborgara sinna. Einstaklingur sem senda á aftur til síns heima eftir að hafa verið haldið hér í óvissu í á þriðja ár sér oft ekki aðra leið en að koma sér þá sjálfur á annað tilverustig. Þessi tiltekni einstaklingur vill svo gjarnan vinna en má það ekki, svo eru innfæddir sem mega vinna en nenna því ekki og þeir fá bara að vera á jötunni óáreittir. Her offramleiddra lögfræðinga sem gera samfélaginu í raun ekkert gagn er svo líka á jötunni hjá skattgreiðendum undir því yfirskyni að vera að gæta hagsmuna hælisleitenda, leiðrétti hér, þeir eru í raun ólöglegir innflytjendur. Annað dæmi þekki ég þar sem einstaklingur er í þessum töluðu orðum nýkominn frá Miðausturlöndum til Grikklands og stefnir á að koma sér til Íslands ólöglega inn í landið. Smyglið kostaði 8.000 evrur bara yfir til Grikklands á hriplekri manndrápsfleytu sem óljóst var að næði landi. Þessi aðili á svo væntanlega eftir að velkjast í kerfinu hér í áraraðir með milljónakostnað fyrir skattgreiðendur. Er hér ekki bara verið að viðhalda atvinnubótavinnu fyrir offramleidda lögfræðinga ? Eigum við ekki að bera saman kostnaðinn við að losna við vandamálið eða viðhalda því ? Annað er eingreiðsla en hitt er áskrift.
![]() |
Brottvísanir kostuðu hundruð milljóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 26. apríl 2022
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 41
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 131058
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 147
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar