11.1.2023 | 09:59
Útvarp Væll og Grátur.
Margur á hættu á að verða illa hugsandi og þunglyndur á að hlusta of mikið á sumar útvarpsstöðvar, hentar kannski tímabundið þeim sem eru hyper-glaðir. Félagi minn sagði mér af því fyrir nokkrum árum að nágranni hans hafi selt bíl sem hann varð að taka til baka vegna galla. Útvarpið var víst fast á ónefndri útvarpsstöð sem ég þori ekki að nefna hér og ekki hægt að slökkva nema að drepa á bílnum. En nú hlusta jafnvel gamlingjar á mínum aldri ekki lengur á útvarp, þeir velja bara eitthvað létt og gott af Spotify og láta allt dægurþras lönd og leið, nema helst til að grínast með það. Svili minn í sveitinni sem er reyndar ögn eldri missir hins vegar aldrei af Sprengisandi og er alveg uppveðraður af (fá)viskunni sem flæðir þar í hverjum þætti.
![]() |
Vill leggja niður nefskatt til RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. janúar 2023
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 41
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 254
- Frá upphafi: 131157
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 227
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar