18.1.2023 | 22:51
Hver borgar fyrir gaufið ?
Skv. útboðslýsingu átti verkinu að vera að fullu lokið í september 2022 en annan eins gaufaragang hefur maður ekki horft upp á lengi við brúarsmíði. Ber verktakinn sem átti að vera búinn að ljúka verkinu fyrir 4 mánuðum síðan kostnaðinn við að rjúfa veginn og koma honum í sama horf aftur ? Eða er handvömm um að ræða hjá opinberum aðilum sem skattgreiðendur fá að punga út fyrir ?
![]() |
Grafa í sundur veginn vegna vatnavaxta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2023 | 08:43
18 ára verður skyndilega 109 ára.
Mikil ósannindi eru í þessari frétt. Það Eimskip sem fæddist 1914 dó í efnahagshruninu og náði því ekki 100 ára afmælinu. Það hét Eimskipafjelag Íslands hf. Eimskip Ísland ehf er hér með stolnar fjaðrir en það fæddist þann 2. nóvember 2004 undir nafninu Skipaafgreiðsla Suðurnesja ehf. Eimskip er því ekki nema 18 ára í dag og ekki einu sinni komið á brennivínskaupaaldurinn. Það hefur því enginn náð 25 ára starfsaldri hjá því fyrirtæki sem hér um ræðir.
![]() |
Eimskip fagnar 109 árum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 18. janúar 2023
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 33
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 246
- Frá upphafi: 131149
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 219
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar