11.10.2024 | 20:44
Vaselín
Þegar ég var við störf í Rússlandi fyrir margt löngu síðan dvaldi ég á Intouristhótel í Moskvu. Upp á herbergi fyldi mér dyggur þjónn sem skýrði út fyrir mér að græni takkinn á náttborðinu væri fyrir hefðbundna þjónustu, en þann rauða skyldi bara nota í neyð. En ég var ungur forvitinn maður og fýsti að vita hvaða þjónustu sá rauði myndi veita mér og auðvitað prófaði ég síðla kvölds áður en ég útskráði mig. Ég hefði betur sleppt því. Umsvifalaust birtist eitthvert fyrirbæri í skógarbjörnslíki og setti mig í hundastellingar og reif utan af mér náttfötin. Hann staldraði síðan við og spurði hvort ég vildi vaselín. Í þeirri angist sem að mér sótti þá játti ég því. Viðbrögð bjarnarins ollu mér vonbrigðum en hann kallaði hátt og snjallt, Vaselín hann vill þig líka. Ég held að Bjarni bíði bara ólmur eftir Vaselín.
Fundi lokið í Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2024 | 10:44
Koma kannski betur undirbúnir út í lífið ?
Kannanir hafa sýnt ótvírætt að blessuð börnin koma mörg hver óskrifandi og ólæs út úr skólunum og tæplega þekkja þau tölustafina, hvað þá að þau geti reiknað, jafnvel með vasareikni eða tölvu. Langdregið verkfall kennara verður kannski til þess fallið að þessir krakkar komi bara betur undirbúnir út í lífið. Margir þeirra sem voru á undan minni kynslóð gengu ekki í skóla heldur var þeim kennt heima einhverja dagparta í mánuði þegar tími gafst frá vinnu. Þeir fengu sína leiðsögn jafnvel ekki frá sprenglærðum kennurum. Ég get fullyrt að þeir sem ég þekkti/þekki af þeirri kynslóð voru betur undirbúnir en margir þessara krakka sem koma út úr skólunum í dag. Jafnvel háskólagráða í dag stendur í mörgum tilfellum barnaskólaprófi síðustu aldar langt að baki.
Annar skóli undirbýr verkfallsaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. október 2024
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 125232
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar