Þjófar og skattsvikarar.

Það er algjörlega út úr korti að fólk geti boðið sig fram í öðru kjördæmi en það á lögheimili og fengið þannig skattsviknar greiðslur fyrir svindlið. Þetta blessaða bágstadda fólk á þinginu þarf alltaf að hafa frítt spil umfram almenning í öllu sem að því snýr. Skatturinn myndi nú sennilega taka mig snarlega í karphúsið ef ég ætlaði að vera með þykjustufyrirtæki mitt á Kópaskeri en væri í raun að vinna á suðvesturhorninu og ætlaði í því skjólinu að greiða mér einhverjar sporslur fram hjá tekjuskatti. Þessi þjófabálkur sem situr á Alþingi setur reglurnar með eigin hagsmuni í fyrirrúmi og skítt með almenning sem það á að vera að vinna fyrir. Svo er þetta lið einnig að fá skattsvikna dagpeninga í utanlandsferðum án þess að þurfa að leggja krónu út og safnar svo mútupunktum persónulega vegna flugferða sem greiddar eru af almenningi. Embættismenn og opinberir niður allan stigann fá svo að fljóta með í þeirri vegferð. Einstaklingsreksturinn er hins vegar lagður í einelti af skattyfirvöldum meðan þessar gripdeildir fá að athafna sig í algjöru friðhelgi. Vandamálið er að þeir sem eiga að uppræta þessi þjófagengi eru gengin sjálf og undirsátar þeirra. Svo kemur einhver lúðaleg afsökun um að þetta sé í lögum, en lögin settu þau sjálf. Siðblindan getur vart verið meiri.


mbl.is Fær greitt samkvæmt reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2024

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 84
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 214
  • Frá upphafi: 124320

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 185
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband