Háskólagráðu í allt.

Það er af sem áður var. Verkleg reynsla fer fyrir lítið. Þegar ég lærði skiptjórn í kringum 1980 þá var krafist 24 mánaða siglingatíma sem háseti til að hefja nám. Svo þurfti 12 mánuði í viðbót til að fá réttindi sem undirstýrimaður og 36 mánuði sem stýrimaður, þar af 12 mánuði sem yfirstýrimaður til að öðlast skiptjórnarréttindi á farskip. Sé miðað við að menn sigli aðeins annan hvern túr eins og algengt er nú væru menn orðnir fjörgamlir í dag áður en þeir væru komnir með full réttindi. En í þá daga sigldu menn almennt mun meira, þeir voru ekki uppteknir af að vera í fríi. Ég náði þessum áfanga nokkrum áður en ég hypjaði mig í land og var þá kominn með réttindi til að sigla um öll heimsins höf skipum af hvaða stærð og gerð sem var. Þó hefði ég þurft að taka eitt ár í mannasiðum til viðbótar í Lordinum sem kallað var til að öðlast réttindi á baujubátana gráu. Þá lærðu menn á segulkompás og sextant og allt sem liggur á bak við fræðin sem þykir ekki móðins í dag. Í dag er enginn nógu háttskrifaður nema vera með háskólagráðu og skiptir engu hver þörfin á öllum lærdómnum er. Barnapössun og bókaröðun er jafnvel háskólanám fyrir utan alls kyns annars konar óþarfa með tilheyrandi orðskrípisgráðuheitum. En samt er fólk almennt ekkert flínkara en það var áður.


mbl.is Skip- og vélstjórn fer á háskólastig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2024

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 437
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband