5.3.2025 | 10:14
Er þetta frétt ?
Þetta er öllu fólki með fullu viti ljóst. Fátt slíkt fólk var augljóslega hjá Isavia þegar þetta gerðist og almennt virðist slíku fólki reyndar fara fækkandi. Mannvitsbrekkurnar hjá Isavia gerðu reyndar enn betur og kröfðust þess að leigusali vélanna gerði upp skuldir skúrsksins. Og þegar þeirri fásinnu var hafnað hóf Isavia undir forystu núverandi forstjóra málarekstur sem gekk út á að krefja flugvélaleigufyrirtækið um uppgjör á skuldum leigutaka vélanna. En fóru bónleiðir til búðar. Þó skúrkurinn hafi marga skilið eftir í sárum rekur hann í dag blómlegan ferðamannabisness í nágrenni borgarinnar. Þarna gerði Isavia algjörlega upp á bak. Samskonar viðskiptamódel er nú í andaslitrunum þótt fáir kæri sig um að hafa orð á því og fólk er enn að kaupa miða með því apparati. Það er nokkuð ljóst að eignalaust fyrirtæki í viðvarandi taprekstri að þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir getur aðeins endað með gríðarlegri steinsmugu eins og sporin sýna. Þó eru dæmi um að taprekstur gangi upp til lengri tíma ef einhverjir eru tilbúnir til að moka peningum í slíkt. Þó Vestmannaeyjadrottningin moki peningum inn í taprekstur málgagns þess sem hér er skrifað í finnst tæplega samskonar velvild nokkurs staðar til pengamoksturs í vonlausan rekstur sem ekki hefur áróðurshlutverki að gegna.
![]() |
WOW air var í raun gjaldþrota löngu fyrr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 5. mars 2025
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.3.): 41
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 229
- Frá upphafi: 128681
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 186
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar