Hálaunayfirgangsseggir

Þeir lepja ekki beint dauðann úr skel. Ekki eru þessir aðilar heldur að bæta sér upp stutta starfsævi vegna langskólagöngu. Skilja mátti á talsmanni flugumferðarstjóra að þeir væru að reyna að halda í við flugmenn. Er þetta fólk ekki að gleyma því hverju flugmennirnir kosta til við að ná sér í réttindi? Flugmannsnámið er þeim sem það stundar ekki frítt ólíkt flestu öðru réttindanámi í landinu. Annars er ekkert skrítið að allir hugsi bara um sig og taki sér allt sem þeir mögulega geta. Sjáið skilanefndirnar - milljónir á mánuði og enginn gerir nokkrar athugasemdir. Ég er ekki að gera lítið úr starfi flugumferðarstjóra, þeir vinna mikilvæg störf, en svo er bara líka með öll önnur störf og flestir hafa þurft að taka á sig skerðingu.
mbl.is Lög leysa engan vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Baldursson

Raunveruleg ábyrgð sem þeir axla, ekki gervi ábyrgð eins og fávitarnir í leikskólanum Alþingi.

Lárus Baldursson, 11.3.2010 kl. 20:35

2 Smámynd: Aliber

Námið sem flugumferðastjórar fara í er heldur ekki ókeypis og mikilli ábyrgð ætti að sjálfsögðu að fylgja hærra kaup. Þetta fólk er með líf flugfarþega í höndunum á hverjum degi á sama hátt og flugmenn og flugvirkjar.

Aliber, 11.3.2010 kl. 22:02

3 Smámynd: Skafti Elíasson

Nú eru ekki verkfræðingar smiðir múrarar stálvirkjar að bera ábyrgð á lífum líka ??  Voru td. hundeltir í Tyrklandi eftir jarðskjálftan mikla þar þar sem þeir stóðu sig ekki sem skildi.

Skafti Elíasson, 12.3.2010 kl. 07:29

4 Smámynd: drilli

starfsævinni við flugumferðarstjórn lýkur 60 ára með möguleika á framlengingu til 63ja ára aldurs að uppfylltum þar til gerðum skilyrðum. Það er samkvæmt lögum og reglugerðum sem settar voru í tíð Skallagríms Sigfússonar sem samgönguráðherra.

Bara svona til að slá aðeins á fáfræðina hérna.

drilli, 12.3.2010 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 125239

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband