Landsbanki ríkisins - timbursala

Það kæmi ekki á óvart þó svona væri svarað í símann þegar hringt er í Húsasmiðjuna. Sjálfur er ég í samkeppni við þetta ríkisrekna skelfingarapparat og á að sjálfsögðu ekki séns í að keppa við þá í þeim vöruflokkum sem þeir vilja einoka. Þetta ríkisapparat sem hefur óheftan aðgang að fjármagni eiganda síns sem aftur er í eigu ríkisins sem stjórnað er af mestu kommúnistum allra tíma getur leyft sér að selja vörur hér undir innkaupsverði erlendis og gefa þar að auki flutninginn og meðhöndlun á vörunni hér. Þetta veit ég af eigin raun enda hættur að reyna að bjóða þessa vöruflokka þar sem ég fæ ekki framlög úr ríkissjóði til að borga tapið af þeim. Landsbankinn ætlar svo á sama tíma að ganga að mér vegna ólöglegra lána sem þeir veittu til fasteignakaupa og hafa hækkað með veldisvísi vegna glæpastarfsemi sem bankinn sem þeir yfirtóku réttindi og skyldur frá stundaði. Fari hann fjandans til og allt það hyski innan dyra sem einhverju þar stjórnar. Þessi banki mun aldrei fá neitt frá mér. Þessi ríkisóstjórn ætlar augljóslega að koma öllu hér undir ríkisrekstur eins og tíðkaðist í Sovét forðum.
mbl.is Múrbúðin kærir mál Húsasmiðjunnar til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 222
  • Frá upphafi: 125429

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband