21.10.2010 | 15:43
Huggun bankastarfsmannsins......
eru orð í eftirfarandi dúr: "þú getur nú huggað þig við það að við erum að níðast á miklu fleirum en bara þér". Og þá á viðkomandi fórnarlambi að líða miklu betur vitandi það hvað bankahyskið kemst upp með að fara illa með marga. Eitt er víst að eftirfarandi slagorð getur Landsbankinn notað án þess að efast um að nota of sterk orð: " Við rýjum þig ekki bara inn að skinninu - við fláum þig inn að beini!"
Eitt verður yfir alla að ganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 125232
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður að stoppa þetta lið af núna strax. Hverjir eru þetta og hvað heita þeir. Látum þá standa fyrir máli sínu.
Sigurður Sigurðsson, 21.10.2010 kl. 16:01
Við skulum bara halda áfram að tala um þetta eins og við höfum gert í tvö ár. Hér ganga um bísperrtir stórþjófar eins og konungbornir tignarmenn á meðan fólkið sem af var stolið gengur með betlistaf á milli fésýslustofnana og Fjölskylduhjápar.
Sú var tíð á Íslandi að þjófar voru kallaðir þjófar en ekki hoppað framhjá raunveruleikanum með því að tala um ámælisverða meðferð á fé.
Árni Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 16:06
Þeir sem hafa lífsviðurværi sitt af þessum viðbjóði í Landsbankanum eru svo miklir hugleysingjar og ómenni að bréfin sem þeir freta út úr prenturunum eru öll undirrituð NBI hf. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur mér enn ekki tekist að ná sambandi við herra eða frú NBI hf. Kannski er ég bara að misskilja þetta eitthvað!
Örn Gunnlaugsson, 21.10.2010 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.