6.12.2010 | 08:15
Héri og snigill.
Aldrei í sögunni höfum við haft aðrar eins liðleskjur í stjórnarráðinu, eða ættum við ekki frekar að segja stjórnaróráðinu. Silfurskottan og Langanes-Móri sem gefið hafa sig út fyrir að vinna í þágu litla mannsins eru í botnlausri vinnu fyrir Mammon. Hér eru það bankar og fjármálafyrirtæki sem stjórna öllu, já öllu og það nær jafnvel að smita inn í dómstólana. Jafnvel ákæruvaldinu er haldið í skefjum svo það birti nú ekki ákæru fjármálaskúrkunum sem brutu gegn lögum 38/2001 um verðtryggingu í áratug. Eina snilldarútspil Silfurskottunnar og Langanes-Móra var þegar þau misskildu viljandi áttaþúsund manna mótmælin gegn sér um daginn og fullyrtu að þau hafi verið fagnaðarlæti sem efnt var til þeirra vegna. Síðan dettur náttúrlega engum manni í hug að mótmæla þeim. En kannski var þetta alls engin snilld heldur spurning um hve vel fólk er gefið. Pakkinn sem þau eru að kynna núna er eins eðlis og margir jólapakkar verslana sem hafðir eru til skrauts - galtómir!
Kjósa að fara í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 125237
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.