12.12.2010 | 10:45
Mismunandi verklag!
Hvernig stendur á því að sumir bófar eru eltir uppi og yfirheyrðir umsvifalaust í kjölfar brota sinna en aðrir fá að valsa um athugasemdalaust án þess að þurfa að svara fyrir glæpi sína? Yfirvöld hafa enn ekki séð ástæðu til að snerta á bófaforingjunum sem stjórna glæpafyrirtækjum á borð við SP-Fjármögnun hf. og Lýsingu hf. né heldur leigubófunum sem vinna skítverkin fyrir þessa bófaforingja. Getur einhver upplýst hve ránsfengurinn þarf að vera mikill til að komið sé yfir þau mörk að yfirvöld taki á geranda glæpsins? Gott gæti verið að hafa þessa tölu á hreinu svo bófarnir geti þá haft hana til viðmiðunar í ránsferðum sínum.
Vopnað rán á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 125237
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
SP Fjármögnun glæpafyrirtæki? Það getur ekki staðist. Forsvarsmenn SP hafa sjálfir sagt að þeir séu ekki glæpamenn svo þannig að það mál er komið á hreint og þarfnast ekki frekari rannsóknar...
Óskar Arnórsson, 12.12.2010 kl. 23:06
Allavegana einn af strákunum sem var ráðist á var undir lögaldri! Glæpamennirnir hræddu úr þeim líftórunu og stálu öllu verðmætu sem þeir áttu.. fyrir utan það þá hafa þeir verið að gera ansi margt annað en bara þetta inbrot. líkamsárásir, innbrot og margt annað verra og ógeðslegra! Ég er stolt af lögreglunni sem brást hratt við og stolt af þolendum glæpsins að hafa þorað að láta lögregluna vita!!
Guðný Lára, 13.12.2010 kl. 01:22
Óskar, Hæstiréttur Íslands staðfesti með dómi í júní síðastliðnum að þessir aðilar brutu lög. Þeir eru lögbrjótar og samnefnara yfir það orð má finna í orðabókum.
Guðný Lára, Ég er sammála þér með að lögreglan á hrós skilið fyrir viðbrögð sín í þessu máli. Það breytir því hins vegar ekki að yfirvöld standa sig vægt til orða tekið mjög illa gagnvart glæpahyskinu í fjármögnunarfyrirtækjunum. Fyrir liggur staðfesting á brotum þeirra og því er ekkert að vanbúnaði að birta þessu hyski ákærur, nema getuleysi yfirvalda en kannski er bara um að ræða viljaleysi.
Örn Gunnlaugsson, 13.12.2010 kl. 10:46
Hæstiréttur segir? Já enn þeir segja sjálfir að þeir hafa ekki brotið nein lög og að Hæstiréttur hafi rangt fyrir sér. Og það gildir sem SP segir og ekki einhver Hæstiréttur sem engin tekur mark á...
Óskar Arnórsson, 13.12.2010 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.