Vöruskipti ?

Í Austantjaldslöndunum voru viðskipti oft stunduð með vöruskiptum áður fyrr og er sá háttur sjálfsagt enn hafður á að einhverju leyti. Dæmi voru um að launþegar fengju útborgað í skeinipappír eða sápu. Viðskipti á Vesturlöndum hafa hins vegar þróast meira í að aðilar noti peninga sín á milli i viðskiptum. Fyrst verið er að greiða bæjarstjóranum í vöruskiptum (með bílaafnotum) hvers vegna gengur þá bæjarfélagið ekki alla leið og greiðir það sem upp á vantar í skeinipappír og sápu? Það ætti að tryggja að heila fjölskyldan sé þá alltaf vel s..... . En í alvöru talað: Hvers vegna í ósköpunum er ekki bara hægt að borga þessu fólki laun eins og gengur á almennum vinnumarkaði og svo sér það sjálft um sínar samgöngur eins og annað fólk? Er verið að fara á svig við skattinn? Þessum vesalingum virðist fyrirmunað að koma sér á milli staða af sjálfsdáðum eins og sjálfsagt þykir fyrir hinn venjulega Jón! Það er greinilega ekkert að lagast í þessu þjóðfélagi heldur fer ástandið hríðversnandi amk. hvað þetta varðar.


mbl.is Mun ein nota bílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 125237

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband