21.4.2011 | 18:30
Nýju fötin keisarans.
Allir lofuðu þau og dáðust að glæsileika þeirra þar til lítið saklaust barn benti á að keisarinn var ekki í neinum fötum. Er ekki orðið tímabært að hætta að bera svona óttablandna virðingu fyrir þessum matsfyrirtækjum og tala um þau í því samhengi sem þau verðskulda? Rétt er að velta fyrir sér hver greiðir þeim fyrir "góða einkunn" hverju sinni. Hvaða einkunn gáfu matsfyrirtækin Enron rétt áður en spilaborgin hrundi? Hvaða einkunn gáfu matsfyrirtækin íslensku bönkunum hér nokkrum dögum áður en allt hrundi til grunna? Hver greiddi matsfyrirtækjunum fyrir þessar einkunnir? Þeir sem tala um þessi svokölluðu matsfyrirtæki með þeirri lotningu sem pólitíkusarnir og fleiri gera fletta ofan af eigin fábjánaskap og heimsku á sama hátt og þeir sem lofuðu föt keisarans. Það þurfa einhverjir að brjóta ísinn og hefja umræðu um matsfyrirtækin á það plan sem samrýmist raunveruleikanum. Vel má vera að tekið sé mark á þessum matsfyrirtækjum - en aðeins þar til staðreyndir um vinnubrögð þeirra verða dregin fram í dagsljósið og þeim aðilum sem trúa þessu bulli er bent á heimsku sína. Því hefur verið fleygt að þeir sem ekki fengu vinnu í banka enduðu hjá matsfyrirtækjunum! Skraddararnir í ævintýrinu kunnu heldur ekkert að sauma, var það?
Margt sem getur leitt til lækkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 125234
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.