11.11.2011 | 17:50
Ekki það nei?
Ekki veit ég betur en að Lalli handrukkari hjá Vörslusviptingum ehf. hafi í lok 2009 í umboði Lýsingar hf. vörslusvipt fyrirtæki í Hafnarfirði vél með gertæki - án dómsúrskurðar og einnig án þess að eiga nokkuð tilkall til þeirrar vélar. Lýsing hf. hafði reyndar aldrei komið nálægt fjármögnun þeirrar vélar eða haft nokkuð með hana að gera yfirleitt. Það voru sem sagt ekki mistök - þá hlýtur sá glæpur að hafa verið framinn vísvitandi. Forsvarsmaður fyrirtækisins sem var vörslusvipt kærði umrætt gertæki til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra en ekki bólar enn á neinum viðbrögðum þar á bæ ( einna helst að aðeins hafi hækkað í hrotunum í því Þyrnirósarlandi). Ef starfsmenn og stjórnendur fjármálafyrirtækja fremja glæpi þá virðist það reglan að láta slíkt afskiptalaust. Það sama á ekki við þegar smákrimmarnir eiga í hlut. Yfirlýsingum Lýsingar hf. ætti fólk að taka með miklum fyrirvara.
Vörslusviptingin hörmuleg mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 125239
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst það sjálfgegfið að sækja þá bætur fyrir dósmstólum. Það er búið að gefa það út að þessar vörslusviftirngar eru ólöglegar yfir höfuð, hvað þá þegar staði er í skilum.
Vonandi fer einhver að drífa í því að kæra þetta svo málið fari fyrir dómstóla. Er Sturla kanski kominn af stað með mál?
Landfari, 11.11.2011 kl. 19:05
Lestu það sem skrifað er. Það hefur ekkert upp á sig að kæra. Þyrnirósirnar sofa, sennilega eftir forskrift frá stjórnvöldum.
Örn Gunnlaugsson, 11.11.2011 kl. 21:39
Það á aldrei að trúa neinum staðhæfingum sem koma frá Lýsingu. Þetta eru glæpamenn.
Vendetta, 12.11.2011 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.