Kannski meiri virðing fyrir kúnnanum.

Ef eignarhaldi yrði breytt á þennan veg yrði bankinn kannski fyrir fólkið en ekki öfugt eins og nú er. Sé ekki að ástandið gæti versnað hvað framkomu við viðskiptamenn bankanna hér á landi varðar. Hitt or svo annað mál að það þarf að hreinsa út úr bönkunum en ekki bara að hrókera eins og gert var eftir hrun.
mbl.is Kínverjar vilja kaupa Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Örn. Það er erfitt að þurfa að gangast við því, að líklega hefur þú eitthvað til þíns máls. Banka-stjórnsýslan getur hreinlega ekki versnað á Íslandi.

Spurningin er hvort banka-stjórnsýslan geti batnað á Íslandi?

Mun banka-stjórnsýslan á Íslandi batna með Kína-stýrimenn/eigendur?

Hvers vegna vill ríkisstjórn Kína kaupa banka á Íslandi?

Mun Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka=(Glitnisbanka) fylgja með í kaupunum? Var það ekki Bjarni Ármannsson sem sagði að það væri ábyrgðarlaust af sér að borga skuldirnar sínar, og komst upp með að sleppa við að borga sínar skuldir?

Hver borgaði skuldir Bjarna Ármannssonar?

Eru þeir "stóru" í Kína kannski búnir að kaupa Íslandsbanka, en segja núna að þeir "vilji" kaupa bankann?

Ekki veit ég svarið við þessu öllu, en það er skylda okkar allra að spyrja um allt mögulegt, og hugsa á gagnrýninn hátt. Það er nefnilega ennþá skoðana og tjáningarfrelsi á Íslandi, eftir því sem okkur er sagt.

Hef aldrei búið í Kína, svo ég get ekki tjáð mig um hvernig tjáningarfrelsis-málum er háttað þar í landi.

Ég hef enga ástæðu til að ætla að Kínverjar séu eitthvað verri bankastjórnendur en spilltir banka/lífeyrissjóðs-stjórnendur Íslands-eyju norðursins. Ég hef heldur enga ástæðu til að ætla, að þeir séu eitthvað betri bankastjórnendur.

Mér finnst vera einhverskonar Íslands-stjórnsýslu-spillt virkjunar-ofvirkni í þessari frétt. Vonandi hef ég rangt fyrir mér í því.

Betur sjá augu en auga.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2013 kl. 14:23

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Anna, ég hef átt viðskipti við kínverja í ca tvo áratugi. Var með bankaviðskipti í Hong Kong þegar ég starfaði erlendis um nokkurra ára skeið. Viðmót bankanna þar er a.m.k. frábrugðið því sem hér er að því leyti að þar virðast bankarnir líta á sig sem þjónustuaðila við viðskiptamenn sína en eru ekki uppteknir af því að króa þá af til að geta féflett þá eins og hér er. Við skulum ekki gleyma því að stjórnendur bankanna hér urðu uppvísir að lögbrotum (bankar brjóta ekki lög, heldur þeir sem stjórna þeim) en þvílíkar lyddur sem saksóknarar þessa lands eru þá er nokkuð skothelt að enginn þeirra mun verða látinn svara til saka - hvað þá að þeir verði settir inn.

Örn Gunnlaugsson, 8.8.2013 kl. 15:25

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Örn. Takk fyrir þessar upplýsingar. Það er að sjálfsögðu réttara sagt, að það eru þeir sem stjórna bönkunum sem eru vandamálið á Íslandi, en ekki bankarnir sjálfir.

Ástandið hjá Íslenskri bankastjórnsýslu/dómskerfi er því miður svo rotið og hættulegt, að það getur ekki versnað. Það er víst staðreynd, sem við verðum að horfast í augu við, og viðurkenna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2013 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 125323

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband