1.11.2013 | 12:41
Snillingar
Það eru bara snillingar sem draga brennandi skip til hafnar og binda það nánast við olíutanka þar en tankar Atlantsolíu eru ekki mjög langt frá þar sem skipinu var lagt. Svo segja menn bara að ákvörðunin um að draga skipið inn hafi ekki verið röng á þeim tímapunkti sem hún var tekin - er áhættumatið í lagi þarna?
Skipið verður dregið út úr höfninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 125237
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo koma snillingarnir sem vita allt betur en hinir snillingarnir!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.11.2013 kl. 13:30
Axel.
Það þarf enga snilli til að sjá brjálæðið við að draga skipið svo nálægt olíutönkunum eins og gert var. Hef sjálfur upplifað eldsvoða um borð í skipi og geri mér grein fyrir að slíkt er ekkert grín. Ekki ástæða til að taka svona áhættu þegar búið er að bjarga öllum frá borði. Ertu eða varstu kannski Gæslumaður?
Örn Gunnlaugsson, 1.11.2013 kl. 13:41
Ef svo væri, breytti það einhverju?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.11.2013 kl. 17:21
Breytti ekki nokkrum hlut - velti bara hvort ég hefði sært einhvern! Sumt er augljóst og fagmenn ekki yfir gagnrýni hafnir - sérstaklega þegar fyrir liggur hver áhættan með þessu brölti var. Ég minni á að mannbjörg var, búið að koma áhöfninni frá borði áður en skipið var dregið inn í höfnina og lagt nánast að olíutönkum Atlantsolíu.
Örn Gunnlaugsson, 1.11.2013 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.