24.5.2015 | 11:30
Innlendu leynigögnin
Hvers vegna vindur skattrannsóknarstjóri sér ekki í það með kollega sínum ríkisskattstjóra að uppræta þau gríðarlegu skattsvik sem viðgangast með greiðslu ferðadagpeninga sem færðir eru til frádráttar frá tekjuskattstofni? Væri ekki nær að taka svolítið til í nærumhverfi sínu áður en farið er að flengjast til útlanda eftir einhverjum molum? Fyrir þessu er að sjálfsögðu ástæða en þessir aðilar sem taka eiga á þessum skattsvikum njóta þess að ekki sé tekið á þessum hlutum og uppræting þessara glæpa myndu snerta hagsmuni þessara aðila gríðarlega. Í viðskiptum við huldumanninn sem kaupa á stolnu gögnin af erlendis munu sendlar skattrannsóknarstjóra væntanlega fá greidda ferðadagpeninga og færa þá alla til frádráttar frá tekjuskattstofni þrátt fyrir að slíkt sé andstætt lögum og ótvírætt um undanskot með því að ræða.Það er dapurt til þess að hugsa að þeir sem helst njóta þessara vafasömu "fríðinda" eru þingmenn, embættismenn og aðrir þjónar almennings og þar með þeir sem ættu að taka á þessum glæpum. Þetta er ekki ósvipað og að bankaræningjar væru fengnir til að gæta gullforðans. Í opnu bréfi mínu til skattrannsóknarstjóra í Morgunblaðinu 20. maí síðastliðinn óskaði ég eftir svörum varðandi ofangreinda hluti og upplýsti skattrannsóknarstjóra í tölvupósti jafnframt um umrætt bréf. Enn hef ég ekki verið virtur svars og heldur hefur mér ekki borist staðfesting frá skattrannsóknarstjóra um að erindi mitt hafi verið móttekið. Fólk af þessu sauðahúsi er algjörlega búið að missa sjónar á því fyrir hverja það er ráðið til starfa.
Bíða eftir skattagögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 32
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 125263
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.