11.9.2015 | 14:16
Kollsteypan 2016
Þeir telja sig flínka við að skýra ástandið, hagfræðingarnir. Nú skulum við rifja upp hagfræðingajarmið 2007 og 2008 og einnig í hvaða stöðu þessi tiltekni hagfræðingur var þá. Forsendur kjarasamninga sem undirskriftir eru tæplega þornaðar á eru brostnar og gott betur. Þá er enn ósamið við amk. þrjú samtök ríkisstarfsmanna sem ætla sér að fá miklu miklu meira en allir hinir, líka þeir ríkisstarfsmenn sem fengu mun meira með dómi en fólk á almennum vinnumarkaði. Hér mun allt loga í illdeilum á vinnumarkaði upp úr næstu áramótum og enginn ætlar að gefa tommu eftir. Þeir sem gera minnst og eru á sínum verndaða ríkisvinnustað ætla sér að fá mest, margfalt á við fólk á almennum vinnumarkaði, að ekki sé talað um í samanburði við þá sem vinna með höndunum. Engu er líkara en slíkt fólk teljist hreinlega ekki með lengur. Þeir sem voru með stærstu háskólagráðurnar í fábjánsku stóðu í röð við að opinbera spár sínar um endalausan vöxt framundan. En kannski verður kollsteypan á næsta ári til þess að hægt verður að taka hressilega til í samfélaginu og koma þeim sem eru í atvinnubótavinnu í alvöru vinnu. En hagfræðingajarmið mun samt halda áfram um aldur og ævi þó ekki sé staf takandi mark á því!
Uppsveiflan rétt að byrja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 125237
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.