Leggjum þetta kerfi af.

Ástæðan fyrir því að Samtök Atvinnulífsins eru ávallt tilbúin til að hækka mótframlagið er að stærri fyrirtæki landsins nota þessa sjóði til fjármögnunar í sínum rekstri á kostnað einyrkja- og lítilla fyrirtækja sem ekki sjá sér hag í að vera innan þessarra handónýtu samtaka sem þau eru á sama hátt og verkalýðshreyfingin. Þetta eru ágætis klúbbar fyrir þá sem vilja fá að ráðskast með fé annarra. Kjörin vettvangur til að afhenda vinum og kunningjum aðgang að ljúfu og þægilegu lífi í formi stjórnarsetu í þessum sjóðum fyrir ofurlaun. Nær væri að leggja sjóðina niður og einhver örlítil prósenta af launum væri eyrnamerkt ellilífeyri, örorkubótum ofl sem lífeyrissjóðir eiga að standa straum af í dag og innheimt væri af ríkinu á sama hátt og tekjuskattur. Við eftirlaunaaldur fengju allir greitt jafnan ellilífeyri óháð þeim störfum sem þeir unnu áður. Vili einhverjir leggja eitthvað meira til hliðar er það algjörlega þeirra einkamál. Lífeyrissjóðina ætti ríkið því að yfirtaka í heild sinni með þessum breytingum og kæmi þá nægilegt fjármagn inn til lagfæringar á heilbrigðis og samgöngukerfinu. En þá þarf að útvega lífeyrisforstjórum og stjórnarmönnum vinnu sem nóg er af um þessar mundir, flytjum bara inn færri erlenda verkamenn í staðinn. Þó ég sé maður einkaframtaksins þá leynist greinilega í mér lítið kommatetur, amk. hvað þetta varðar!


mbl.is Lífeyrisiðgjald fer í 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 125235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband