31.10.2015 | 13:58
Þyrnirós er víða.
Undirboð á byggingamarkaði hafa viðgengist lengi en aldrei verið eins umfangsmikil og undanfarin 3 - 4 ár. Hér er stundaður skilulagður innflutningur á þrælum frá A - Evrópu sem eru tilbúnir til að vinna á þrælakjörum og helgast slíkt af þeim tækifærum sem þetta fólk hefur til að framfleyta sér í heimalandi sínu. Þetta veldur því svo að fyrirtæki sem vilja gera vel við sitt starfsfólk og greiða sanngjörn laun sem í öllu falli eru talsvert yfir þeim töxtum sem verkalýðsforingjarnir hafa mótað hér verða við það ekki samkeppnishæf. Þau eru því dæmd til að bjóða sömu hungurlúsina og Gylfi Arnbjörns og félagar hafa mótað. Þessir aðilar afsaka sig svo með því að launataxtar séu einungis lágmarkslaun. Þetta er bara ekki rétt því hér er búið að semja um ákveðin einingaverð og af hverju ætti að greiða meira ein samið er um í því sambandi frekar en fyrir mjólkina úti í búð? Embætti Ríkisskattstjóra er geldara en nokkuð sem gelt er og aðhefst ekkert til að uppræta svarta atvinnustarfsemi þó gögn séu lögð fyrir starfsmenn þess embættis í stækkuðu letri. Hér er allt á bólakafi í viðbjóði. Að nafninu til er mikið eftirlit með mannvirkjagerð en allt raunverulegt eftirlit er í skötulíki og flæðir inn í landið alls kyns rusl til mannvirkjagerðar sem standast engan veginn gildandi kröfur. Vinnuafl sem flutt er inn til mannvirkjagerðar er almennt svo slakt að viðkomandi aðilar vita ekki í hvorn enda hamarsins á að halda. Er einhver hissa á að fólk vilji ekki leggja fyrir sig iðn þar sem laun takmarkast við 1500 krónur á tímann og til að vera gjaldgengur í bransanum þurfa menn að hafa þokkalega rússnesskukunnáttu? Algengasti frasinn hjá þessum innfluttu þrælum er "mí nó spík". Þetta ástand er ekki langt frá því að hafa þetta fólk í ökklagjörð á daginn við vinnu og geyma það í búri að næturlagi.
Gegn undirboðum á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 125238
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.