22.11.2016 | 08:43
Rústum ÖLLU
Nú skal allur hvati til góðs árangurs eyðilagður. Móðuharðindin voru hjóm eitt sé litið til þeirra hamfara sem hér er verið að boða. Leitt að horfa upp á að Viðreisn sé talsvert lengra til vinstri en kommatittirnir í VG. Ef endurvekja á eignaupptökuna sem var í felubúningi auðlegðarskatts er best að hirða bara allt strax af því fólki sem býr við að hafa efnast en ekki slíta nokkur prósent af þessu á ári yfir einhverra ára tímabil. Hér er verið verðlauna þá sem hafa stundað óráðsíu en refsa hinum sem farið hafa vel með. Það á ekki að skattleggja eignir - það er búið að því í tekjumynduninni. En sameiginlegt slagorð þessarra flokka gæti verið "Aldrei gleðjast yfir velgengni annarra!"
![]() |
VG vill stórfelldar skattahækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu hræddur um að auðvaldsklíkan þurfi að leggja sig niður við að taka þátt í samneyslunni, eins og sauðsvartur lýðurinn. Ja þvílík skömm ég segi nú ekki annað.
Steindór Sigurðsson, 22.11.2016 kl. 14:02
Nei, en það eru ekki ný sannindi að þeim sem ekki nenna að leggja neitt til samneyslunnar þyki sjálfsagt að hinir sem eitthvað vilja leggja á sig og gera það eigi endalaust að moka undir taðgatið á aumingjunum. Það mætti líka fækka ríkisstarfsmönnum um ca 70% og skera niður þar um milljarða án þess að almenningur tæki eftir því. Kommatittum hefur hins vegar alltaf þótt þægilegt að láta aðra borga allt fyrir sig. Hvernig væri að skera af bull eins og td. listamannabætur? Ég veit ekki hvað þú kallar auðvaldsklíku en þessu fólki sem talar eins og þú er tamt að sjá þá sem farið hafa vel með sem skrattann í hverju horni.
Örn Gunnlaugsson, 22.11.2016 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.