Bætur - ekki laun

Samfélagið leggur þeim til bætur sem ekki framfleyta sér sjálfir, Þetta eru því listamannabætur en ekki listamannalaun, sama hvað þetta er kallað af svokallaðri úthlutunarnefnd. Launamenn sem vinna borga brúsann. Samfélagið á ekki að styrkja framleiðslu á einhverju tómstundagríni sem getur ekki staðið sjálft undir sér. Nær væri að nýta fjármunina til uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Áður fyrr þótti skömm af því að vera ómagi á hinu opinbera og þar með samborgurum sínum. Nú á tímum þykir hin mesta reisn yfir því, svo mikil að sumir gorta af því.


mbl.is 391 fær listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gallinn fyrir mér er að það er verið að verðlauna í öllum tilfelum fólk sem hefur fulla vinnu og tekjur af list sinni í stað þess að hjálpa þeim sem eru að koma undir sig fótunum á þessu svið, sem mer þætti sjálfsag.

Skattaafslættir í tengslum við kvikmyndagerð eru svo mest til að hygla tveim fyrirtækjum í greininni, sem hafa bullandi hagnað af starfseminni í stað þess að hjálpa undir með þeim sem eru að reyna að hasla sér völl. Þetta dekur veldur einhæfni og kemur í veg fyirir nýliðun og býr í raun til aðal og einhæffni, sem enginn fær náð fyrir.

Hvatning til liststarfs er nauðsynleg að mínu mati og geunnur lifandi menningarlífs, en núverandi fyrirkomulag vinnur gegn því. Svo er sumt af því sem flokkast undir listir hreinn og klár iðnaður en ekki liststarfsemi. 

Þetta er mín persónulega skoðun og ég hef starfað styrklaus í þessum geira í áratugi.

Efling listnams og skapandi kennslugreina ætti frekar að njóta fjármagnsins í stað þessarar elítuhugsunnar þar sem elítan sjálf ákveður hver fær og hver ekki.þetta er avísun á menningarfátækt framar nokkru öðru.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 125239

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband