Tvöfaldan vsk á ferðaþjónustuna.

Ferðaþjónustuaðilar væla yfir að fá ekki að njóta eigin okurs einir. Ég ætlaði að bóka herbergi eina nótt í litlu plássi úti á landi í lok ágúst í fyrra. Verðið fyrir tveggja manna herbergi á gömlu verbúðargistiheimili var 74.000 og á 3ja stjörnu "hóteli" 102.000 fyrir eina nótt. Morgunmatur, ristað brauð og marmó var innifalið sem hefur kannski spennt verðið svona upp. Það er ódýrara að gista í dýrustu borgum heims á lúxushótelum en í þessum okursjoppum hér á landi. Hinn venjulegi Íslendingur hefur ekki orðið efni á að ferðast um eigið land sökum óseðjandi græðgis sem almennt ríkir í þessum bransa. Svo er spurning hvort hækkun vsk. breytir nokkru fyrir smærri aðila í greininni, langmestu hvort eð er stolið undan! Látum ferðaþjónustuna borga tvöfaldan vsk. Hvort vsk er 0%, 11% 24% eða 50% þá munu flestir í greininni verðleggja þetta eins hátt og þeir komast upp með burtséð frá orðsporinu.


mbl.is Hótel verða rekin með tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef ekki er hægt að reka hótel með hagnaði með $1,000 á nóttina, þá er enginn grundvöllur fyrir hótel rekstri.

Okur á hótel herbergjum á Íslandi er ein af ástæðunum að ég ráðlegg fólki að fara ekki til Íslands í sumarfrí.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.4.2017 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 214
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 165
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband