11.5.2018 | 10:31
Lögmaður fiskar eftir verkefnum.
Hve oft er það ekki sem hinir ýmsu lögmenn segja að málið sé pottþétt unnið fyrir dómi áður en þeir taka það aða sér? Besta leiðin til að láta þá ekki hafa sig að féþúfu er að bjóða þeim að þeirra þóknun verði hlutfall af því sem vinnst til baka fyrir dómi en að öðrum kosti fái þeir ekkert. Reyndar virðast vinningslíkur þá dofna umtalsvert oft á tíðum í huga lögmannanna sem reyna þá að koma með alls kyns útúrdúra til að flækja hlutina. Hjá Geymslum er um að ræða húsaleigusamninga á svipuðum nótum og eiga við þegar leigð eru út atvinnuhúsnæði eða bil undir svokallaða dótakassa enda er um ákveðið svæði að ræða í þeim efnum. Það er gjörólíkt því að kaupa þjónustu hjá svokölluðum búslóðageymslum en þar er aðeins greitt fyrir það magn sem geymt er og kúnninn hefur ekkert um það að segja í hvaða hólfi eða hillu hlutir hans eru geymdir. Þeir eru margir lögmennirnir sem lítið hafa fyrir stafni og mæla göturnar en eru misútsjónarsamir við að afla sér verkefna. Varúð!
Geta ekki firrt sig ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 105
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 217
- Frá upphafi: 125421
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
42/2000: Lög um þjónustukaup | Lög | Alþingi
Samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um þjónustukaup gilda þau m.a. um geymslu á lausafjármunum og samkvæmt 3. gr. má ekki víkja með samningi frá ákvæðum þeirra, neytanda í óhag.
Það þýðir að þó þjónustusali hafi kosið að færa viðskiptin í búning leigusamnings, er slíkur samningur ógildur að því leyti sem hann felur í sér lakari rétt en leiðir af lögunum.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2018 kl. 12:27
Og það er nákvæmlega það sem ég er að vísa í. Geymslur taka ekki að sér að geyma neitt, þeir leigja út geymslur sem eru ákveðið niðurnjörvað merkt rými sem leigutaki notar. Alveg á sama hátt og heildsala sem tekur húsnæði á leigu fyrir sinn lager. Hér er ekki verið að færa neitt í annan búning, hér er bara verið að leigja út húsnæði. Í búslóðageymslum tekur þjónustuaðili að sér að geyma eitt bretti eða fleiri eða per rúmmeter gegn ákveðnu gjaldi og þá hefur sá sem kaupir þá þjónustu ekkert um það að segja í hvaða rekka eða hillu dótið hans er geymt. Á þessu tvennu er grundvallarmunur. Þeir sem ætla að henda í málaferli sem vísað er í hér eiga bara eftir að valda sjálfum sér enn frekara tjóni en lögmaðurinn getur væntanlega makað krókinn.
Örn Gunnlaugsson, 11.5.2018 kl. 13:29
Hvort það sé kallað pulsa eða pylsa skiptir ekki máli fyrir réttarstöðu neytenda, samkvæmt þeim lagaákvæðum sem ég vísaði til í fyrri athugasemd, á því er enginn grundvallarmunur.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2018 kl. 13:34
Jú, ef pylsan er samningur um leigu húsnæðis og pulsa er samningur við einhvern um að taka að sér að geyma eitthvað í rými sem þjónustukaupandi hefur ekki yfirráðarétt yfir á samningstíma. Annað er samningur um leygu húsnæðis/geymslu en hitt er þjónustusamningur. Sambærilegt að þú tekur íbúð á leigu og býrð í henni og aðra sem þú býrð ekki í en geymir bara dót í henni þá gilda sömu reglur um báðar óháð því í hvorri þú býrð. Ekki heimilt að búa í geymslunni en það kemur þessu máli ekkert við. Fari þetta svo fyrir dómi að Geymslur beri ábyrgð þá geta allar heildverslanir á landinu sem eru í leiguhúsnæði sagt upp lagertryggingum sínum.
Örn Gunnlaugsson, 11.5.2018 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.