27.6.2018 | 09:17
Skóli lífsins.
Skóli lífsins, þ.e. er reynsla er einskis metin í dag. Nú skiptir öllu máli að vera með feitar gráður í einhverju huglægu sem engum er til gagns nema að hafa fyrst lært að vinna og öðlast skilning á hvað sé verðmætasköpun í raun. Flest nám er til góðs en gagnast engum sem aldrei hefur lært að vinna og áunnið sér reynslu. Segja má að góður starfsmaður og það á ekki síður við stjórnendur verða aldrei að fullu gagni nema þeir hafi byrjað á kústinum. (Kústurinn fer nefnilega svo víða). Flestir bómullarhnorðrar þessa þjóðfélags sem hafa visku sína eingöngu upp úr bókaskruddum og af tölvuskjám skortir hins vegar þennan nauðsynlega undanfara. Arfaslakrar þjóðfélagslegrar framleiðni má fyrst og fremst rekja til þessa þáttar. Fjöldi manns sér ekki órjúfanlegt samhengi milli þess hvaða verðmætum vinna þeirra skilar og hvað kemur í launaumslagið. Í augum þessa fólks er samasemmerki milli starfs og vinnu. Þeir eru margir bómullarhnoðrarnir sem fá háar upphæðir í launaumslagið bara fyrir gráðurnar en langt umfram verðmætasköpun þeirra - og allt á kostnað hinna sem skapa hin raunverulegu verðmæti.
Lilja vill að tækifærin séu til staðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 125235
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.