Störfunum verði útvistað og...

Í ljósi þess að Kjarafáráð hefur nú verið lagt niður er lag fyrir Alþingi að breyta lögum á þann veg að þeim störfum sem heyrði undir fáráðið og jafnvel fleiri störfum verði útvistað á sama hátt og ræstingum hefur verið útvistað hjá ríkisstofnunum á undanförnum árum. Það er alveg öruggt að fá má jafnhæft eða hæfara fólk í þessi störf fyrir talsvert minna en nú er greitt fyrir þau. Reyndar hefur hæfni ekkert með það að gera hverjir hreppa þessa lottóvinninga, þar vegur tengslanetið þyngst, en tengslanet er gælunafn yfir klíku. Á sama tíma og nánast enginn sækir um hefðbundin störf á almennum vinnumarkaði er biðröð eftir að komast á þess ríkisjötu. Það segir nokkuð um eftir hverju er að slægjast.

Þá má ábyggilega fá ódýra Austantjalda í þessi störf frá sömu aðilum og útvega þræla fyrir ferðamanna- og mannvirkjastarfsemi..... eða bara legga flest þessi störf niður enda ekki neitt sem flest þetta fólk er að sýsla með sem skiptir máli, frekar flækist það fyrir.

En ákvarðanir Kjarafáráðs undanfarin misseri eru sannanlega til þess fallnar að skapa hér ástand á vinnumarkaði sem augljóst er að löggjafasamkundan hefur kallað eftir. Ætli verkalýðsforysta landsins að sætta sig við minni hækkanir í komandi kjaraviðræðum en  sjálftökuhyskið hefur tekið til sín er ljóst að eins má leggja öll verkalýðsfélög niður í heild sinni. Í komandi kjaraviðræðum á ekkert að sætta sig við einhverjar prósentuhækkanir.Starfsmaður á almennum markaði hlýtur að eiga skilið amk þriðjung af því sem meðlimir í Verkalýðsfélagi Súpermanna skammta sér, ágætt viðmið er forstjóri Landsvirkjunar. Og hásetinn á skattaskjölsdollum Eimskips fer þá í ca 3 milljónir á mánuði.


mbl.is Fengu um 10,8% hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 125239

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband