Dagpeningarnir draga að.

Kári vísar í að fjármálaráðherra hreki ljósmæður í flugfreyjustörf. Það eru fleiri stéttir sem eru spenntar fyrir fluginu. En þegar svona fullyrðingum er slegið fram verður hin raunveruleg ástæða að fylgja með. Flugfólkið fær hluta sinna launa greidd í dagpeningum sem að langmestu leyti er skotið undan sköttum með vitneskju og samþykki skattyfirvalda og þar með talið þessa sama fjármálaráðherra. Kannski þarf bara að bjóða ljósmæðrum hluta launa í svona dagpeningum til að laga kjör þeirra. Þá koma væntanlega aðrir hópar á eftir og krefjast þess eðlilega að fá að svíkja jafnmikið undan og hinir. En réttast væri að taka á skattsvikum hinna og þá minnkar ásóknin í þau störf þar sem svikin hafa verið liðin. Allt er þetta spurning um samanburð og því sem eftir stendur þegar búið er að greiða skatta og gjöld. En burtséð frá þessu þá eru ljósmæður ekkert oflaunaðar þó laun þeirra séu nálægt tvöföld á við annarra vinnumaura landsins. Það þarf að stokka algjörlega upp á nýtt. Það er algjörlega galið að forstjórar ríkisfyrirtækja séu á tugföldum launum hinna sem vinna að hinni raunverulegu verðmætasköpun. 


mbl.is „Vinnur ekki störukeppni við ljósmæður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 122
  • Frá upphafi: 125326

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband