Sjálftökuhyskið byrji á að taka til í ríkisbákninu.

Áður en sjálftökuhyskið getur leyft sér að beina spjótum sínum að fólki á almennum vinnumarkaði og saka það um að setja þjóðfélagið á hliðina vegna yfirgengilegrar frekju þarf þetta sama fólk að líta sér nær og ekki úr vegi að það læri mannasiði. Hrúgað hefur verið undir rassinn á embættismönnum ríkisins sem mjög margir eru í störfum sem eru algjörlega óþörf og skila engum tilgangi nema þá helst að þvælast fyrir. Byrja þarf á að leggja niður fjölda stofnana og líta í því tilliti til íbúafjölda í landinu. Aftur með tilliti til íbúafjölda í landinu þarf að fækka verulega í þeim stofnunum sem eftir eru. Nú er td. fjöldi þingmanna með aðstoðarmenn sem tiðkaðist alls ekki fyrir nokkrum árum og eru það skýr merki um að viðkomandi þingmaður sé í starfi sem hann veldur ekki. Nýtt kerfi til að ákvarða laun embættismanna ríkisins væri að mæla þá í störfum sem auðmælanlegt er með tilliti til framleiðni. Þá kæmi helst til greina einhvers konar framleiðslustörf eða ákvæðisvinna í einhverri mynd (þetta fólk hefur gott af því að prófa að vinna svolítið með höndunum). Viðkomandi fengi svo laun sín í starfi embættismanns sem endurspegluðust í verðmætasköpun hans/hennar í ákvæðisvinnuprófinu. Þá yrðu margir þeirra tæplega matvinnungar. Þegar embætti á ríkisjötunni hafa verið auglýst laus til umsóknar sækir ávallt óhemju stór hópur um þar sem fóðurbagginn er mun sverari þar en á almennum markaði. Það er því full ástæða til að lækka laun verulega fyrir þessi störf þar til sá fjöldi sem þar sækir um sé á pari við umsækjendur í störf á almennum markaði. Áður en sjálftökuhyskið á þingi gagnrýnir hinn almenn launamann þá þarf að setja lög þar sem öllum embættismönnum er sagt upp störfum, raðað sé í launaflokka á ný sem endurspegla launataxta á almennum markaði og auglýsa störfin upp á nýtt. Þessir aðilar fylgi síðan launum á almennum markiði án möguleika á að klína utan á aukagreiðslum fyrir óunna yfirvinnu eða annað. 


mbl.is Uppskrift að óstöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 125337

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband