22.7.2018 | 00:22
ATM
Áður fóru allir í bankann til að sinna sínum bankaviðskiptum. Nú fara þessi viðskipti fram á netinu og fyrir þá sem vilja borga með reiðufé þá eru hraðbankar á hverju horni. Fyrir þá sem telja einhverja þörf á sendiráðum þá hæfa litlir ATM kassar í verlunarmiðstöðvum vel. Sendiráð nútímans eru eingöngu gjálífi elítunnar.
Vill loka íslenskum sendiráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 84
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 125315
Annað
- Innlit í dag: 61
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sendiráð eru svona álíka nútímaleg og faxtæki. Óskað er upplýsinga um eigendur slíkra tækja, því Þjóðminjasafnið sárvantar slíkar fornaldargræjur. Sendiráð mega fylgja með;-)
Halldór Egill Guðnason, 22.7.2018 kl. 01:50
Eða öllu heldur telex eða mors
Örn Gunnlaugsson, 22.7.2018 kl. 14:37
Það eru einmitt faxtæki í öllum sendiráðum Íslands eins og sést á því að faxnúmer eru tilgreind á heimasíðum þeirra. Ætli þeim berist mikið af skeytum frá árinu 1984?
Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2018 kl. 17:20
Allir sem ég hef talað við eru sammála um að almenningur fái ekki neina þjónustu í sínum eigin sendiráðum erlendis. Þetta á ekki aðeins um sendiráð Íslands í erlendum höfuðborgum, heldur mörg önnur. Og hamingjan hjálpi þér ef þú leitar til erlends sendiráðs á Íslandi (eða sem á sem á að sinna Íslandi erlendis) vegna áritunar til þess lands eða einhvers álíka. Dæmi um lélega þjónustu eru kanadíska sendiráðið við Túngötu og mexíkanska sendiráðið fyrir Noreg og Ísland í Osló.
Eins og þú segir, Örn, þá eru sendiráð gerð fyrir embættismannaklíkur og viðskiptahagsmuni, ekkert annað. Jú, líka sem mútur fyrir atkvæði með sæti Íslands í Öryggisráði SÞ, sem kostaði milljarða. Fyrir þá sem hafa gleymt vitleysisgangi íslenzku femínistanna í SÞ meðan Samfylkingin var í ríkisstjórn, þá voru opnuð íslenzk sendiráð í öllum þeim einræðisríkjum sem lofuðu að styðja Ísland, t.d. í Malawi. Ef ISG hefði kynnt sér málin með því að tala við einhvern hjá SÞ, þá hefði hún geta séð að Ísland hafði ekki séns í setu í Öryggisráðinu. Enfaldlega vegna þess að það er óskrifuð regla að aðeins ríki sem hafa sinn eigin her fá setu þar. Og þar eð Ísland er eina herlausa sjálfstæða ríkið í heiminum (svo ég viti til), þá er Ísland útilokað sama hvað það særir hégómleikann.
Síðan er það endavitleysan með ESB-umsóknina. Á meðan aðlögunarviðræðurnar voru í gangi var Ísland BÆÐI með sendiráð OG sendiskrifstofu í Brüssel*, hvor skrifstofa var mönnuð með 5 - 6 manns, sem var algjör óþarfi.
En áfram með smjörið. Jafnvel þótt ekki séu næg sendiráð, þá virðast alltaf vera nægar sendiherrastöður. Ég minnist þess þegar eitthvað sendiráð var lagt niður (senniega eftir Öryggisráðsbömmerinn) þá var einhver kona sem varð útundan. En þá var bara búin til skrifstofa fyrir hana á Rauðarárstíg þar sem hún sat áfram á sendiherralaunum sem sendiherra Íslands til ... Íslands? Ekkert vandamál, skattgreiðendur borga.
*) Ég skrifa yfirleitt Brüssel í staðinn fyrir Bruxelles/Brussel til að leggja áherzlu á að Evrópusambandinu er alfarið stjórnað frá Berlin og Frankfurt-am-Main.
Aztec, 22.7.2018 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.