Útflöggun flugsins hafin.

Talsvert mörg ár eru síðan kaupskipaflotanum var flaggað út og er ekki eitt einasta millilandaskip nú skráð á Íslandi. Langflest skipin sem sigla milli Íslands og annarra landa  eru alfarið mönnuð erlendum áhöfnum á kjörum sem eru talsvert lakari en gilda hér á landi. Þeir fáu Íslendingar sem starfa á skipum Eimskips og Samskips eru ráðnir í gegnum félög í Færeyjum og ekki skilar sér ein einasta króna frá þeim til samfélagsins hér. Launastrúktúr íslenskra áhafna millilandaflugvélanna hér hefur verið með þeim hætti að aðeins lítill hluti raunverulegra tekna er skattlagður þar sem stór partur er greiddur í formi dagpeninga sem skotið er undan. Primera hefur um nokkurt skeið búið við þau "forréttindi" að hafa komist upp með að vera með þræla á verktakagreiðslum í sínum áhöfnum og ekki þurft að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru um kjör á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir að vera umsvifamikið á markaði hér. Þetta skekkir að sjálfsögðu samkeppnishæfni hinna. Nú virðast hins vegar breytingar vera í nánd ef Peimera verður ekki stöðvað. Væntanlega verður fyrirkomulag í leiguflugi svipað og hjá kaupskipaútgerðunum, þ.e. flugvélunum verður flaggað út til staða þar sem heimilt er að ráða þræla til starfa á lúsarlaunum. Í áætlunarfluginu verður þetta væntanlega svipað og í áætlunarsiglingunum, þ.e. vélarnar skráðar í skattaskjólum, áhafnirnar ráðnar erlendis þar sem skattar fást endurgreiddir og ekkert skilar sér il íslensks samfélags. Sofandaháttur stjórnvalda er hreint alveg ótrúlegur. Kannski vakna þau þegar enginn er eftir til að leggja neitt til samfélagsins.


mbl.is Icelandair færir störf til Eistlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 125334

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband