12.9.2018 | 08:13
Listin að koma stjórnvöldum út í horn !
Fyrir efnahagshrunið 2008 voru þó nokkrir einkaaðilar komnir í þá stöðu gagnvart bönkunum að þeir gátu hreinlega sett bönkunum úrslitakosti, þeir skulduðu það mikið að þeir stjórnuðu í raun ákvörðunum bankanna gagnvart þeim. Þrátt fyrir að verulega illa hafi farið að lokum þá varð eignastaða þessara aðila jafngóð eða betri fljótega eftir hrun en hún var á blómatíma þeirra fyrir hrun. Það var hins vegar almenningur sem tók skellinn. En nú er þetta allt gleymt enda Íslendingar almennt með lélegra minni en gullfiskar. Nú virðist fjárglæframaðurinn sem stendur á bak við WOW telja sig nokkuð góðan í þeirri stöðu sem vísað er í að framan þar sem talið er að gjaldþrot félagsins muni valda svo miklum skelli fyrir efnahagslífið að ekki verði við unað. WOW hefur komið sér sjálft í þessa stöðu en líka valdið samkeppnisaðilum sínum verulegum skakkaföllum með undirboðum sem engin innistæða var fyrir. Almenningur keypti flugmiða fyrir lítið en lét svo hafa sig að fífli og féþúfu í alls kyns hliðargjöldum. Nú er komið að því að ALLUR almenningur (líka þeir sem aldrei flugu með WOW) borgi það sem upp á vantar og gott betur. Af tveimur verulega slæmum kostum er betra að taka sársaukann út í eitt skipti og losna við þennan aðila af markaðnum heldur en að lengja dauðastríðið með tilheyrandi vítiskvölum. En það kæmi ekki á óvart að Arion setti talsvert af peningum Frjálsa lífeyrissjóðsins í þetta - best að þeir klári bara sjóðinn alveg í þessa svikamyllu. Bankinn fær hvort sem er alltaf ríkulega greitt í formi fjárfestingaþóknana hvort sem fjárfestingin er góð eða galin. En víst er að þó WOW leggi upp laupana þá koma einhverjir aðrir inn á markaðinn, kannski einhverjir sem kunna þennan rekstur, hver veit?
Vongóðir um fjármögnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 65
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 125296
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.