25.9.2018 | 16:45
Stéttarfélögin taki bara við rekstrinum.
Þjónustustörfum í flufvélum er sinnt bæði af karlmönnum og konum og sér ekki mikinn halla á þessu erlendis. En ef almennir starfsmenn með stéttarfélögin á bak við sig telja að þeir eigi að ákveða hvernig rekstrinum er háttað er þá ekki best að þessir aðilar taki alfarið við honum? Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur margra fyrirtækja í landinu og því eru þau fyrirtæki í raun í eigu sjóðsfélaga sem eru einnig félagsmenn í hinum ýmsu stéttarfélögum. Í stjórnir fyrirtækjanna er skipað af fulltrúum stettarfélaganna/lífeyrissjóðanna. Þeir aðilar berjast svo á hæl og hnakka við að ná sem bestri rekstrarafkomu, m.a. með því að halda launakostanaði niðri en launamennirnir eru í raun helstu eigendur fyrirtækjanna í gegnum lífeyrissjóðina. Að heyra svona gagnrýni frá þeim sem sitja á Alþingi ber enn og aftur vitni þess hvers konar skoffín þar sitja og fæst af því sennnilega gjaldgengt annars staðar, amk ekki á hinum almenna markaði.
![]() |
Aðför mistækra karla að kvennastétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 128763
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Má vera að hlutastarfsfólk sé orðið of margt. Ýmsar ástæður eru fyrir því að það kosti meira en helmingi færri starfsmenn í fullu starfi. En auðvitað ætti rekstraraðilinn að fá að ráða. Það er jú hann sem þarf að standa skil á afkomutölunum.
Kolbrún Hilmars, 25.9.2018 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.