23.10.2018 | 19:25
Pissað í skóinn.
Þetta er skammgóður vermir en hlýjar einhverjum tímabundið á tánum. Þrýstingurinn er það mikill að þetta seinkar bara því sem koma skal. Það hljóta allir að sjá að framundan er gengissig og verulegt verðbólguskot. Nú hallar undan eftir nokkurs konar uppsveiflu sem ekki var notuð til að safna til mögru áranna.
Seðlabankinn greip inn í markaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 92
- Sl. viku: 119
- Frá upphafi: 125323
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju dregurðu þá ályktun að "gengissig og verulegt verðbólguskot" sé framundan?
- Hér athugist að "Það hljóta allir að sjá" er ekki nægileg heimild fyrir öðru en slúðri.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2018 kl. 21:47
Guðmundur.
Tónninn varðandi kjarabaráttu framundan - erfiðleikar í flugrekstri, þ.e. hækkandi olíuverð sem á endanum mun þrýsta upp flugfargjöldum og breyta landslagi í ferðaþjónustu ofl. Þetta er þegar byrjað. Þá er rétt að líta til þess að ytri skilyrði undanfarin ár hafa hjálpað okkur mikið, þ.e. verð á hrávöru erlendis fór þá lækkandi og hefur haldið aftur af verðbólgu hér. Nú er dæmið byrjað að snúast við með ytri aðstæðum sem við ráðum ekki við. Það þarf engan miðil til að ráða í framhaldið. Vona það besta en vænta þess versta eða þannig.
Stemmningin er líka ekki ósvipuð og 2008 þó ólíku sé saman að jafna.
Svo má ekki gleyma að hagsveiflur stjórnast oft af slúðri og væntingum.
Örn Gunnlaugsson, 23.10.2018 kl. 22:08
Það er þetta með slúðrið og væntingar sem ég set einmitt spurningamerki við.
Hvers vegna ættu verðtryggð lán heimilanna að hækka út af slúðri og væntingum?
Er eðlilegt að nýjar óumsamdar kröfur stofnist á heimilin vegna slíka atriða sem þau stjórna ekki?
Og væri þá ekki betra fyrir heimilin að "tala upp" væntingarnar frekar en að gera lítið úr þeim?
Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2018 kl. 22:17
Jú mikið rétt, en það er mikil reiði meðal almennings sem er ekki ósanngjörn vegna þess að þeir sem ráða nánast öllu eru búnir að skipta á milli sín því sem er til skiptanna. Eðlilega vill lýðurinn fá sinn skerf. Á hinn bóginn hefur umrætt slúður ekkert með ytri aðstæður að gera eins og verðþróun innfluttrar vöru erlendis frá sem lítur út fyrir að fari bara hækkandi í erlendri mynt á næstunni, eins og td. olía, stál ofl. Gengið hefur sigið talsvert undanfarið og slíkt eitt og sér veldur hækkuðu verðlagi innanlands á innfluttum vörum sem er grunnur til útreiknings arfagalins verðbótaþáttar á íbúðalán ma. - lán heimilanna eru því ekki að hækka út af slúðri heldur því sem raunverulega er orðið. Og hvað gerist þá ? Sagan hefur sýnt okkur að þegar svona spírall er kominn af stað getur reynst erfitt að stöðva hann. Væntingarnar voru talaðar upp 2007 og 2008 og þá fórum við að lokum fram af bjargbrúninni. Betra er að tala hlutina hvorki upp né niður heldur einfaldlega að halda bara jarðsambandi og lifa í raunheimum.
Örn Gunnlaugsson, 23.10.2018 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.