13.1.2019 | 19:45
Hvers er ábyrgðin?
Borgarstjóri getur ekki falið sig á bak við það að hafa haft eintóma apaheila og afglapa í forsvari fyrir hin og þessi svið. Borgarstjóri er í raun hinn eiginlegi framkvæmdastjóri og ber ábyrgð á öllu klabbinu. Þetta er algjörlega sambærilegt því að framkvæmdastjóri ber ábyrgð á því að vörslusköttum séu ekki gerð skil. Það er ekkert undarlegt við að Ingibjörg Sólrún skilji ekki þessa ábyrgð því almennt telja pólitíkusar sig bera gríðarlega ábyrgð þegar laun þeirra eru ákveðin en lengra nær ábyrgðin ekki í þeirra huga. Því til viðbótar er hún Samspillingardúlla sem ekki tekur að eyða orðum á að útskýra fyrir hvað felst raunverulega í að bera ábyrgð.
Svona getur nú pólitíkin verið ljót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 23
- Sl. sólarhring: 107
- Sl. viku: 135
- Frá upphafi: 125339
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 103
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dagur B.Eggertsson var óskabarn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í borgarstjórn og sem arftaki hennar í stól borgarstjóra. Það er því ekki skrítið að hún ryðjist fram til að afsaka hann, hún á hlut að máli með því að hampa honum eins og hún gerði.
Tómas Ibsen Halldórsson, 13.1.2019 kl. 20:02
Ansi fott inlegg í umræðuna á baksíðu fréttablaðsins um helgina, en þar skrifar Sirrý Hallgrímsdóttir.:
"Spurningarnar sem Píratar og Viðreisn verða að svara eru því þessar : Þegar lög og reglur eru brotnar og þegar fjármunum borgarbúa er sóað, ber þá einhver pólitíska ábyrgð? Og úr því að borgarstjóri ber ekki ábyrgðina, hver þá ?"
Væri ansi gott að fá svar við þessu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 14.1.2019 kl. 02:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.