16.1.2019 | 11:44
Lífeyrissjóðina burt.
Við erum með almannatryggingakerfi sem tryggir fólki ellilífeyri þegar það hefur náð ákveðnum aldri. En hafi menn greiðslur úr lífeyrissjóðum þá skerðist þessi lífeyrir og verður að engu hafi viðkomandi sýnt ráðdeild. Leggja þarf niður lífeyrissjóðakerfið í þeirri mynd sem það er í nú og ættu eignir sjóðanna sem til eru í daga að ganga óskertar til uppbygginga innviða samfélagsins í stað þess að verðbréfabraskarar á ofurlaunum haldi áfram að gambla með þær. Mótframlag frá atvinnurekendum má nýta til hækkunar á rástöfunarupphæð launa en það sem dregið er af launamanni færi óskert til almannatryggingakerfisins. Við starfslok ætti að greiða öllum sömu mánaðarlegu upphæð út úr almannatryggingum óháð því hvaða laun þeir hafa haft á vinnumarkaðsaldri og þannig fengi verkamaðurinn og forstjórinn nákvæmlega sömu upphæð (þetta er jú tryggingakerfi). Vilji svo einhverjir leggja eitthvað umfram það til hliðar er það algjörlega þeirra einkamál og greiðslur úr því eiga ekki að skerða útgreiðslur úr almannatryggingum. Þessum breytingum ætti að koma á strax.
Lífeyrissjóðakerfið eins og það er í dag hefur þar að auki snúist upp í andhverfu sína og valda hinum eiginlegu eigendum þeirra stórskaða. Þeir eru stórir eigendur í stærstu fyrirtækjum landsins þar sem stjórnendum er uppálagt að skila sem bestri afkomu. Slíkt er gert m.a. með því að fá sem mest út úr hverri seldri einingu en ekki síður með því að halda launakostnaði niðri. Þar að auki veldur starfsemi lífeyrissjóðanna bólumyndun á fasteignamarkaði og heldur vaxtakostnaði og þar með fjármagnskostnaði uppi sem að lokum er greiddur úr vasa almennings. Þessar breytingar myndu hins vegar valda því að fjöldi jakkalakka og pilsdrottninga þyrftu að leita sér að öðrum störfum sem ekki eru eins safarík. En minni hagsmunum má fórna fyrir meiri og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli þar sem almenningur myndi njóta þessara breytinga ríkulega. Með þessu myndu sparast gríðarlegar upphæðir sem í dag fara í umsýslukostnað sjóðanna en sá kostnaður er að stærstum hluta vegna óeðlilegra ofurlauna til þeirra sem höndla með fjármuni sjóðanna en bera á móti enga raunverulega ábyrgð.
Stokki upp lífeyriskerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 91
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 125322
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu, nema að greiðslurnar verður auðvitað að ávaxta með ásættanlegum hætti. Það merkir að það dugar ekki að sóa þeim í vitleysu eins og t.d. Vaðlaheiðargöng sem hverjum heilvita manni er ljóst að aldrei munu borga sig upp, og önnur pólitísk atkvæðakaupauppátæki spilltra stjórnmálamanna (les: innviði samfélagsins).
En það væri hægt að losna við kostnaðinn við verðbréfaguttana með því að setja einfaldlega allan peninginn í alþjóðlegan index sjóð og hafa hann bara þar.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 13:53
Algjörlega sammála þér Örn.
Og þó fyrr hefði verið.
Sigurður Kristján Hjaltested, 16.1.2019 kl. 18:57
"Leggja þarf niður lífeyrissjóðakerfið í þeirri mynd sem það er í nú og ættu eignir sjóðanna sem til eru í daga að ganga óskertar til uppbygginga innviða samfélagsins... "
Eignir lífeyrissjóðanna eru eignir sjóðfélaganna og þær eiga því að ganga til þeirra ef sjóðirnir yrðu leystir upp, en ekki til ríkisins.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2019 kl. 20:21
Góður punktur Guðmundur. Auðvitað eiga sjóðfélagarnir að fá eignirnar og ráðstafa þeim að eigin vild, ekki spilltir pólitíkusar sem sóa þeim.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.