28.3.2019 | 10:11
Töpuð lendingagjöld.
Ein vél á vellinum sem veðandlag við Isavia!! Hringir engum bjöllum hjá hinum sprenglærðu sérfræðingum? Væntanlega stenst það engan veginn að ganga í vél óskyldra eignarhaldsfélaga vegna uppgjörs lendingagjalda annarra í skjóli þess að þessi eina vél sé á vellinum til tryggingar. Í útgerð sem þessari stendur yfirleitt eitt eignarhaldsfélag fyrir hverju flutningatæki, sem í þessu tilfelli er flugvél. Leigutaki getur því ekki lagt fram veðandlag eins félags fyrir skuldum annarra, nema viðsemjandinn láti plata sig. Slíkt mun hins vegar ekki halda þegar reynir á. WOW átti engar vélar og því er skuldin við Isavia að mestu leyti glötuð. Fá forsvarsmenn Isavia núna feitan bónus eða munu hausar fjúka - og kannski greiða þeir tjónið persónulega ??? Laun og þóknanir þeirra skýrast víst af þeirri gríðarlegu ábyrgð sem þeir bera, við skulum vona að þeir bæti tjónið að því marki sem þeir hafa fjárhagslegt bolmagn til.
Leigusalarnir stöðvuðu starfsemi WOW | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 125239
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.