Sprenglærðir á bossann.

Ekki vantar það að þeir sem hafa stjórnað Isavia eru allir sprenglærðir á afturendann en þrátt fyrir það virðast þeir ekki hafa öðlast hæfni til að reka fyrirtækið af mikilli reisn. Tjónið af því að lána ævintýramanni 2 milljarða vegna vanskila sem rekja má til ósjálfbærs reksturs ævintýramannsins takmarkast ekki bara við peningalegt tapið eitt og sér. Þetta hefur valdið samkeppnisaðilum ævintýramannsins miklum búsifjum og nú er komið að skattgreiðendum að borga reikninginn. Að slíku hámenntuðu fólki skuli hafa dottið í hug að reyna að gera einhven aðila ábyrgan fyrir skuldasöfnun aðila sem hann ber enga ábyrgð á dæmir þetta fólk algjörlega úr leik í viðskiptalífinu. Svona fólk fær þessi störf eingöngu út á vorkunn eða hreinan og kláran klíkuskap. Svo er slagorð háskólamenntaðra: "Metum menntun til launa". Hverjir fjármagna þessa menntun þeirra ? Jú menntaðir jafnt sem ómenntaðir. Hvers eiga þeir að njóta sem slíta sér út með líkamlegri vinnu og skapa hin raunverulegu verðmæti? Nú þarf að láta þá sem njóta góðra kjara og launa vegna ábyrgðar í starfi axla þá ábyrgð og greiða til baka það tjón sem þeir hafa valdið að því marki sem eignir þeirra hrökkva til. Amk. er ljóst að enginn gæðastimpill fylgir því að vera "Excel-rass".


mbl.is Sömdu um kyrrsetningu í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 113
  • Frá upphafi: 125317

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband