1.5.2019 | 11:54
Eina sem dugar á þrjótana.
Eina sem dugar á þrjótana hjá Isavia eru óhefðbundnar aðferðir eins og virðist vera raunin nú. Isavia leyfði Wow að stunda vanskil í skjóli þess að hafa til tryggingar eign þriðja aðila en sá aðili hafði ekkert með uppsöfnun vanskilanna að gera. Leigusali og eigandi íbúðarhúsnæðis yrði ekki gerður ábyrgur fyrir vanskilum leigutaka á orkunotkun íbúðarinnar sem um ræðir, hvað þá annarra íbúða. Verði það raunin að ALC verði neytt af dómstólum hér á landi til að greiða Isavia þessa tvo milljarða til að fá eign sína til baka þá má ljóst vera að flugvélaleigur erlendis munu takmarka farsvið þeirra véla sem þær leigja með þeim hætti að Ísland verði utan þess. Það er orðið löngu tímabært að þeir sem stjórna þessum fyrirtækjum á borð við Isavia og fá vel greitt fyrir rísi undir ábyrgð sinni og bæti persónulega það tjón sem þeir valda að því marki sem eignir þeirra hrökkva til. Þetta eru væntanlega engir fátæklingar sem sitja í stjórn og ætti því að vera hægt að ná eitthvað upp í þessa tvo milljarða þar. Að gera ALC ábyrgt fyrir axarsköftum stjórnenda Isavia er galið og myndi aðeins gerast hugsanlega í lokuðum löndum á borð við Norður Kóreu. En kannski er Ísland ekki svo frá því hvað þessa hluti varðar. Stjórnvöld virðast amk. ekki sjá ástæðu til að taka í taumana og afstýra frekara tjóni.
Sögð hóta íslenskum fyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 6
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 220
- Frá upphafi: 125427
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 170
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér!!
Eyjólfur Jónsson, 1.5.2019 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.