Á félagið möguleika ?

Telja einhverjir möguleika á því að þetta fyrirtæki lifi af í núverandi aðstæðum? Rekstur þess er undir járnhæl stéttarfélaga flugliða sem virðast róa öllum árum að því að veita því náðarhöggið. Landslagið er svolítið breytt frá því félagið var það eina sem flaug til og frá landinu. Stjórnendum félagsins hefur verið legið á hálsi fyrir að okra á farþegum sínum. Sé grannt skoðað þá hljóta fargjöld hjá félaginu að þurfa að vera talsvert hærri en hjá samkeppnisaðilum þess sem fljúga til og frá landinu á erlendum flugrekstrarleyfum. Himinn og haf er milli launakostnaðar þessa félags og erlendra samkeppnisaðila þess. Þar að auki hafa stjórnendur fyrirtækisins ekki leyfi til að svo mikið sem leysa vind öðru vísi en að biðja stéttarfélög starfsmanna í háloftunum um leyfi þó þeir sjálfir séu staddir á jörðu niðri. Þeir sem gagnrýna fyrirtækið fyrir okur ættu kannski frekar að beina spjótum sínum að stéttarfélögum flugliða, eða hlaupa til og kaupa hlutabréf í fyrirtækinu en þau eru nú á sögulega lágu verði þó ekki sé eins víst að það fari hækkandi í bráð.


mbl.is Gengi hlutabréfa Icelandair í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 60
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 172
  • Frá upphafi: 125376

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband