12.11.2019 | 21:20
Skreið til Nígeríu.
Fyrir mörgum áratugum seldu Íslendingar skreið til Nígeríu. Þau viðskipti gengu ekki öðru vísi en með þeim viðskiptaháttum sem gerðust þar. Þetta eru viðskiptahættir sem viðgangast í Afríku og ef þú ert ekki tilbúinn til að samþykkja þá ertu bara hreinlega ekki með. Ef þu ert ekki tilbúinn til að greiða kröfugjald hjá Símanum, Rafmagnsveitunni ofl (sem er gjald fyrir að fá að borga reikninginn) þá ertu bara ekki með. Er þetta þá eitthvað öðruvísi hjá okkur hér á okkar óspillta og heiðarlega Íslandi?
Bendla Samherja við spillingu og mútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 88
- Sl. sólarhring: 165
- Sl. viku: 200
- Frá upphafi: 125404
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 155
- Gestir í dag: 70
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á sínum tíma þegar skreiðin var seld til Nígeríu, var gert grín að þessari fyrirsögn á Vísi, að mig minnir, held það hafi verið Loki: aumingja maðurinn, hlýtur að vera þreyttur þar sem hann skreið alla leið til Nígeríu.
En nú fer ég að skoða hvort ég greiði kröfugjald hjá Símanum og Orkuveitunni. Og ef svo er, ætla ég að neita að borga það. Annans segi ég upp áskrift hjá símanum og dreg verulega úr orkunotkun: kveiki bara á kertum á kvöldin til að spara rafmagnið o.s.frv. Bestu kveðjur!
Ingibjörg Magnúsdóttir, 12.11.2019 kl. 21:45
Fyrirsögnin var reyndar á forsíðu Morgunblaðsins og fannst mér hún það góð að hún hefur lifað í minningunni. Hitt er annað mál að öll útgerðarsaga Íslendinga við Afríku, hvort sem er vestan eða austan megin er merkt spillingu og því miður misnotkun á fólki frá löndum nálægt fiskimiðunum. Slík misnotkun sem hér er um að ræða kallast í daglegu tali þrælahald.
Örn Gunnlaugsson, 13.11.2019 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.