19.11.2019 | 08:53
Mögru árin.
Var enginn í þessum samtökum hótelrekanda með vitsmuni til að benda á að í góðæri þarf að safna til mögru áranna ? Eru bara allir hissa ? Skattgreiðendur greiða ekki lengur flugmiða túrista til landsins eftir fall WOW og því koma færri hingað en einnig vegna þess að áhugi á landinu hefur minnkað. En sama hringavitleysan virðist vera að fara af stað aftur þegar froðufélagið Play fer í loftið.
Nóttin á nokkur þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 16
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 128
- Frá upphafi: 125332
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög góður og þarfur pistill hjá þér. Ætli vandamálið sé ekki helst það að það virðist enginn hugsa fram fyrir nefið á sér.
Jóhann Elíasson, 19.11.2019 kl. 13:35
Á mínu heimili hefur alltaf verið reiknað með að stundum geti gefið á bátinn og þá sé gott að hafa einhvern varasjóð sem ekki hefur mátt snerta undir nokkrum kringumstæðum nema brýna nauðsyn beri að. Og það hefur sannanlega gerst, ekki bara einu sinni. Íslendingar virðast því miður haga sér eins og fólk sem hefur fengið dauðadóm og morgundagurinn sé enginn. En það er hættilegt að sýna ráðdeild því hið opinbera er afar fljótt að þefa uppi ef þú átt eitthvað örlítið meira en það allra nauðsynlegasta og reynir þá að hirða það af þér í botnlausa hítina hjá sér.
Örn Gunnlaugsson, 19.11.2019 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.