Dýragarður villtra dýra.

Sá garður er greinilega við Austurvöll. Þarna hegða sér langflestir eins og villt dýr, löngu búnir að segja sig úr samfélagi almennings. Animal Farm bliknar í samanburði við Austurvöll Farm. Forseti þingsins upplýsti nýverið að hann væri búinn að fara tíu ferðir til útlanda á árinu á kostnað skattgreiðenda en láðist algjörlega að gera grein fyrir skattskilum af þeim ferðadagpeningum sem hann fékk greidda meðan hann var að leika sér í útlöndum. Ásmundur hefur lengi vel haldið að hann væri hluti af golfsetti eða svokallaður driver og rakar til sín skattsviknum aksturspeningum þó þessir rúntar hans séu engum til gagns. Píratar þykjast vera í siðbótarherferð en velja bara úr málefni sem líkleg eru til að slá á þá athygli. Kommarnir í Villtum Gölnum og Samspillingunni eru uppteknir við að útfæra hugmyndir að nýjum sköttum sem eru til þess fallnar að hirða það smáræði (um 19%) sem fólk á eftir þegar buíð er að greiða skatta sem nú eru lagðir á. Flokkur fólksins hamast við frekari aumingjavæðingu svo helst allir komist á jötuna og enginn verði eftir til að leggja neitt í púkkið. Það er varla eyðandi orðum á Sjálfstæðisflokkinn þar sem formaður hans er í sjlfseyðingarherferð með dúkkulísurnar sínar. Það er ekki skrýtið þó sóðakjaftarnir í Miðflokknum haldi sér meðvitundarlausum á Klausturbar til að þurfa ekki að horfa upp á hörmungarnar sem eftir allt virðast minnstar hjá þeim. Á kjörstað er bara eitt í boði, útilokunaraðferðin og þá endar maður á þeim sem er minnst verstur, ef mönnum finnst eyðandi tíma í að merkja við eitthvað.


mbl.is Vekur athygli á broti Þórhildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 125337

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband