10.1.2020 | 16:00
Bætur en ekki laun.
Þetta eru ekki laun. Laun eru greidd þar sem fólk er ráðið í vinnu og fær greitt fyrir störf sín sem launamenn. Hér er verið að greiða bætur þar sem viðkomandi getur ekki séð sér farborða. Alveg á sama hátt og greiddar eru örorkubætur og atvinnuleysisbætur. Þetta er bara einn bótaflökkurinn enn í býsna fjölbreytta bótaflóru landsins. Köllum þetta bara réttu nafni, ListamannaBÆTUR. Bótaþegar sem þessir voru hér áður fyrr kallaðir sveitarómagar, en það þykir víst full rasískt nú til dags og þá eru fundin til fínni nöfn.
325 listamenn fá listamannalaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 92
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 204
- Frá upphafi: 125408
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 73
- IP-tölur í dag: 73
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða vitleysa er þetta. Það er verið að greiða listamönnum laun til að þeir geti einbeitt sér að listsköpun. Það er nú ekkert flókið. Eða eru þá laun hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveitinni, laun leikara í Þjóðleikhúsinu, laun starfsfólks listasafna og bókasafna, háskólakennara, nú eða bara stjórnmálamanna, bætur, en ekki laun?
Þorsteinn Siglaugsson, 10.1.2020 kl. 17:44
Burtséð frá því hvað mér finnst um að ríkið eigi að reka Sinfóníuhljómsveit þá eru þeir sem spila þar í vinnu við það. Hljómsveitin er hins vegar rekin með gríðarlegu tapi sem viljugir og óviljugir skattgreiðendur borga. Aðrir sem þú nefnir eru launamenn en mættu margir sannanlega missa sín. Hafi menn einhverja listræna hæfileika hljóta þeir að geta selt afurðir sínar og lifað á þeim eins og hver annar atvinnurekstur. Hér er um að ræða bætur þar sem viðkomandi treysta sér ekki til ( eða nenna ekki) að framfæra sig og eru því sveitarómagar. En ég tók athugasemd þinni reyndar sem kaldhæðni.
Örn Gunnlaugsson, 10.1.2020 kl. 18:59
Æðri listsköpun hefur í gegnum aldirnar verið fjármögnuð af ríkinu og/eða kirkjunni. Einnig af efnuðum einstaklingum. Ástæðan er sú að listsköpun sem er frumleg og/eða skarar framúr höfðar yfirleitt að mjög takmörkuðu leyti til almennings.
En hver er munurinn á vinnu þess sem æfir með sinfóníuhljómsveit og vinnu rithöfundar? Hvers vegna ætti vinna við hljóðfæraleik að teljast vinna, en ekki vinna við að skrifa bókmenntir?
Þorsteinn Siglaugsson, 10.1.2020 kl. 19:04
Það má kalla þetta hvaða nöfnum sem menn vilja. En ef fólk getur ekki lifað af hugðarefnum sínum verður það bara að fá sér eitthvað að gera með sem brauðfæðir það. Það er fjöldi tónlistarmanna sem lifar af hljóðfæaraleik og rithöfundar sem lifa af ritstörfum. Sumir eru jafnvel með bók á hverju ári sem selst vel og þeir sinna jafnvel fullu öðru starfi með. Ef mér hugnast framleiðslan þá kaupi ég hana en annars ekki. Skattgreiðendur eiga ekki að greiða fyrir framleiðslu á einhverju dóti sem selst illa eða ekki. Ég var ekki að réttlæta rekstur Sinfóníuhljómsveitarinnar og er þeirrar skoðunar að geti hún ekki staðið undir sér eigi að leggja hana niður eins og ýmislegt í okkar aumingjavædda samfélagi.
Örn Gunnlaugsson, 10.1.2020 kl. 19:50
Hver er skoðun þín á styrkjum til landbúnaðar? Þar hlýtur sama að eiga við: Geti bændur ekki lifað af hugðarefnum sínum, verða þeir þá ekki að fá sér annað að gera? Er sjálfsagt að skattgreiðendur verði af tugum milljarða á hverju ári vegna þessara hugðarefna?
Þorsteinn Siglaugsson, 11.1.2020 kl. 10:56
Einmitt, landbúnaður er bara atvinnurekstur eins og hver annar. Það er margt fólk eins og ég sem er tilbúið til að borga meira fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir vegna hreinleikans en magn fúkalyfja og skordýraeiturs við þennan rekstur er margfalt víðast hvar erlendis smanborið við Ísland. Þeir sem eru í þessum rekstri verða því að finna sér sinn farveg sjálfir svo reksturinn sé sjálfbær. Skattgreiðendur eiga að leggja til fjármuni til rekstur heilbrigðisþjónustu og löggæslu ásamt því að sem þarf til að tryggja almennt öryggi borgaranna. Grunnmenntun, þ.e. upp að 18 ára neyðast skattgreiðendur til að greiða, en nám umfram það á að vera miklu meira á kostnað þeirra sem nema til að útrýma eilífðarstúdentum. Skattgreiðendur eiga ekki að greiða fyrir dekur við þá sem ekki nenna að vinna. Atvinnuleysisbætur ætti td. ekki að greiða við þær aðstæður þegar fjöldi starfa í boði er meiri en þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Þó einhverjir hafi menntað sig í einhverju sem engin eftirspurn er eftir þá verður það ekki til þess að það fólk geti ekki sinnt störfum sem ófaglærðir sinna almennt. Ef mitt hugðarefni er að mæla sólarstundir og telja sandkorn á suðrænum eyjum,eiga þá skattgreiðendur að borga fyrir að halda mér uppi í slíku rugli? Ég var með atvinnurekstur meðan ég var á vinnumarkaði. Það sem ekki stóð undir að framleiða á Íslandi flutti ég inn, annað var framleitt hér. Ég held að þú hljótir að vera náið tengdur einhverjum bótaþeganna, ég er það reyndar en skoðun mín ar samt óbreytt.
Örn Gunnlaugsson, 11.1.2020 kl. 16:06
Já, samsæriskenningar eru auðvitað alltaf hálmstráið
Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 11:38
Engar samsæriskenningar, bara hugleiðingar. En úr því sem komið er, nánast allt hirt af þeim sem vinna fyrir verðmætunum þá er sennilega einfaldast að taka Norður Kóreu á þetta 100%. Ríkið geri öll laun upptæk og deili síðan öllu út, jafnt til aumingja og hinna sem vinna fyrir öllu gúmmelaðinu. Við erum komin býsna nálægt því enda sífellt færri sem finnst taka því að vinna.
Örn Gunnlaugsson, 12.1.2020 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.