Gaflaragleði.

Nú geta Gaflarar væntanlega glaðst. Í íbúakosningu fyrir um áratug var tillaga um stækkun álversins felld. Þá heyrðust raddir um að álverið væri komið fullnálægt byggðinni þó álverið hefði aldrei fært sig hætishót, það hefur frá upphafi verið á sínum stað. Íbúðabyggðin var kannski sett fulnálægt álverinu en tæplega var við álverið að sakast. Einnig báru sumir fyrir sig mengun frá álverinu þó hún hafi augljóslega verið mun meiri frá starfsemi hinu megin Reykjanesbrautarinnar. En nú eru líkur á að draumar meirihluta þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni um árið rætist og við það þurfa 500 starfsmenn versins að leita sér að öðru að gera. En ekki má gleyma því að fjöldi fyrirtækja í Hafnarfirði byggir rekstur sinn að stórum hluta á þjónustu við álverið og munu þau því þurfa að draga verulega úr starfsemi eða leggja upp laupana. Eftir lokun álversins má því búast við að ástandið þar verði ekki ólíkt því sem var um tíma í Reykjanesbæ og jafnvel enn verra. Gott eldgos á Reykjanesi eins og jarðfræðingar hafa talað um undanfarið gæti þó lagað hlutfallslegar atvinnutölur mikið þar sem fjöldi íbúa gæti þurft að flytjast brott, en þeir þurfa þá í staðinn að fá eitthvað að gera þar sem þeir setjast að.


mbl.is Grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú hlýtur að verða hægt að klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Straumsvíkur ef álverið verður ekki stækkað en framkvæmdin hefur hingað til strandað á því.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2020 kl. 14:57

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það er auðvitað alveg brilljant! En kannski best að sjá fyrst hvernig hraunið legst úr öllum eldgosunum sem jarðvísindamenn eru að boða á komandi vikum, mánuðum, árum, áratugum, öldum......???

En í alvöru verður þetta kannski eins og með hálfbyggða verið í Helguvík, eigendurnir lata þetta bara standa og halda í lóðina þó þeir ætli ekkert að nota hana. Öllum til ama!

Örn Gunnlaugsson, 12.2.2020 kl. 15:19

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það hlýtur að vera hægt að fá vinnu við gula "óvissustigið".

Magnús Sigurðsson, 12.2.2020 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 287
  • Frá upphafi: 129438

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 229
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband