30.3.2020 | 09:49
Hjálparþurfi, greyið.
Auðvitað þurfa eigendur Bláa Lónsins að koma sér fyrir á ríkisjötunni með þeim sem raunverulega þurfa stuðning í þessum hremmingum. Þetta fyrirtæki er búið að moka inn peningum undanfarin ár, nokkrir milljarðar greiddir í arð í fyrra og ekki virðast stjórnendurnir hafa borið gæfu til að leggja fyrir til mögru áranna. Vilja þeir ekki byrja á að gefa eitthvað af arðinum á garðann áður en þeir leggjast á beit við hann? Víst er ástandið núna fordæmalaust en fyrir mörg fyrirtæki er þetta himnasending til að komast hjá því að viðurkenna óráðsíu og slæman rekstur alveg eins og í efnahagshruninu. Jafnvel eigendur fyritækja sem komin voru að fótum fram áður en fyrsta smit greindist munu nota frasann um að hér hafi komið upp fordæmalaust ástand. En svona er nú reyndar búið að gera samfélagið, þeir sem sólunda öllu eiga vísa aðstoð stjórnvalda en hinir sem sýna ráðdeild og fyrirhyggju geta bara étið það sem úti frýs. Á Íslandi borgar sig hreinlega ekki að leggja fyrir vegna þess að stjórnvöld gera allt slíkt upptækt. Þá skiptir engu máli hvort hinir hefðbundnu vinstri flokkar Villtir Galnir eða Samspillingin er í stjórn aða Kommúnistaflokkur Bjarna og Framsóknarvinnumiðlun Sigga.
Fleiri uppsagnir án útspils stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 93
- Sl. sólarhring: 126
- Sl. viku: 205
- Frá upphafi: 125409
Annað
- Innlit í dag: 76
- Innlit sl. viku: 159
- Gestir í dag: 74
- IP-tölur í dag: 74
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.