Tækninni fleygir fram og......

þau störf sem eru í opinbera geiranum eru mörg hver þess eðlis að þeim ætti að fækka stórlega vegna þess eins að þau eru leyst af hólmi með tækninýjungum. Þá er ég ekki að vísa til hjúkrunar og löggæslustarfa. Fjöldi opinberra starfa er algjörlega óþarfur og í raun ekki annað en atvinnubótavinna og verst er að fjöldi þeirra þvælist fyrir í samfélaginu. Þyrfti að fara í heildarúttekt á því hvað opinberar stofnanir eru að sýsla og leggja niður óþarfann. Það sem má vera hjá einkaframtakinu á svo að fá að vera þar í friði fyrir hinu opinbera en alls ekki hjá því. Þeir sem starfa síðan hjá hinu opinbera eiga ekki að njóta starfsöryggis umfram þá sem starfa á almennum vinnumarkaði og þeir eiga alls ekki að fá bætur fyrir að fá ekki stöðuna sem þeir sóttu um eins og verið hefur.


mbl.is Opinberum starfsmönnum fækkað hlutfallslega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þú segir réttilega að fjöldi opinbera starfa sé óþarfur eins og t.d. RÁS 2 sem ég er búinn að fjalla um í rúm tíu ár, svo ég taki eitt dæmi. 

Sigurður I B Guðmundsson, 31.3.2020 kl. 19:24

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Satt segir þú Sigurður. Ríkisfjölmiðlar ? Á hvaða ári, já eða öld öllu heldur erum við ? Þurfum við ekki líka ríkisbrauðgerð og ríkissólbaðsstofu að ég tali nú ekki um nudd og hársnyrtistofur? Að telja upp hin ýmsu ónauðsynlegu og tilgangslausu ríkisapparöt væri til að æra óstöðugan. Í Sovétríkjunum sálugu var ekkert atvinnuleysi, fólki var bara úthlutað einhverjum verkefnum og skipti engu máli hvort þau væri til gagns eða hvort þau þvældust fyrir. Þau ógrynni ríkisapparata sem fyrirfundust þar þvældust reyndar mikið fyrir alveg eins og mörg hver hér á landi gera nú til dags. Verst er að þau eru flest óheyrilega yfirmönnuð þar sem þau eru yfirhlaðin verkefnum við að þvælast fyrir.

Örn Gunnlaugsson, 31.3.2020 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 217
  • Frá upphafi: 125424

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband