Bandaríska plágan.

Það er eins og aldrei megi kenna neitt slæmt við Bandaríkin eða segja ljóta hluti um þau sem sannir eru. Spænska veikin kom fyrst upp í Kansas í Bandaríkjunum og breiddist þaðan til Evrópu, kannski ágætt að halda því til haga. Sá appelsínuguli í Vestrinu hefur talmið sér að tala í sífellu um Covid-19 sem Kínversku pláguna en ljóst virðist að hún er þaðan komin. En er þá ekki rétt að plágan 1918 fá sitt rétta nafn og verði kölluð Bandaríska plágan í daglegu tali?


mbl.is Þrjár leiðir til að „klára“ faraldurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á spáni 1918 var spænska veikin kölluð franska veikin, af því hún kom fyrst til Frakklands frá Bandaríkjunum. Það breytti þó ekki að alþjóðlega var veikin kölluð spænska veikin og hefur haldið því nafni síðan. Held að Wuhang/kínverska veiran sé komin með fast nafn, Covid-19 og því verði varla breytt úr þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2020 kl. 11:12

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

1918 voru Frakkland og Bandaríkin á kafi í úrslitarimmu Fyrri heimsstyrjaldarinnar, en Spánn var hlutlaust ríki. Að sjálfsögðu var ströng ritskoðun hluti af herlögum Frakka og Bandaríkjamanna og því kom fyrsti bitastæði fréttflutningurinn af inflúensunni frá Spáni. 

Nú eru engar slíkar aðstæður og því fráleitt að nefna heimsfaraldra eftir upphafsstaðnum.  

Hefði það verið svo þegar HIV-veiran fór á kreik, hefði átt að kalla eyðnina bandarísku veikina  eða jafnvel afrísku veikina, í samræmi við allra fyrsta upphafsstað hennar. 

Ómar Ragnarsson, 3.4.2020 kl. 13:19

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Mikið rétt Gunnar, hún var kölluð French flu á Spáni enda vill sennilega enginn láta bendla sig við svona pest að ósekju. Sá appelsínuguli í Vestrinu er hins vegar duglegur að hamra á að Covid-19 sé kínversk þó almennt verði hennar minnst sem Covid-19. Í samskiptum við þann appelsínugula í Vestrinu og stjórnvöld þar er því rétt að tala um Spænsku veikina / French flu sem Bandarísku pláguna og halda því til haga að Villta Vestrið er ekkert alsaklaust þegar kemur að heimsfaröldrum. Sá dýrðarljómi sem margir sjá í fjarska yfir Bandaríkjunum hefur oftar en ekki verið fljótur að dofna þegar þeir hinir sömu hafa fengið inngöngu í þetta land tækifæranna sem sumir trúa að sé Paradís. Myrkrið þar er ekkert minna en hjá félaga hans hinum megin Kyrrahafsins, bara annað litbrigði á myrkrinu sem umlykur þá sem ekki sjá drauma sína rætast.

Örn Gunnlaugsson, 3.4.2020 kl. 13:21

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það er rétt Ómar það er fráleitt að nefna plágur eftir því hvað þær áttu upptök sín. En meðan sá appelsínuguli hamrar á að Covid-19 sé kínversk þá er rétt að að aðrir hamri á uppruna Spænsku veikinnar. Ég man vel eftir því þegar HIV var hæst í umræðunni hér þá var ég sjálfur í siglingum við Afríku og talað var um að hún væri komin frá öpum í Zaír eða Congo eftir því hvaða tíma er miðað við.

Örn Gunnlaugsson, 3.4.2020 kl. 13:28

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvaða vitleysa, auðvitað á að nefna skæða pestir eftir því hvaðan þær koma ef svokölluð spænskaveiki var upprisin í akansa á auðvitað að,kalla veikina Kansasveikin.

Whuhan veikin var framleid í einni stærstu veiruvísindastofu í Kima og á auðvitað að nefnast Wuhan Chineese veikin.

Flest allar illræmdar flensur undanfarna áratugi koma frá Kína. Þegar alheimurinn gerir sér grein fyrir þvi að Kína er í syklastryði við restina af heiminum, því betra.

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 4.4.2020 kl. 01:14

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er rangt hjá þér að spænska (kínverska?) veikin hafi átt uppruna í Kansas. Wikipedia nefnir Kansas aðeins sem einn af mörgum mögulegum upphafsstöðum, hinir eru Bretland og Kína, reyndar eru Auosturríki nefnd sem möguleiki.

One of the few regions of the world seemingly less affected by the 1918 flu pandemic was China, where there may have been a comparatively mild flu season in 1918 (although this is disputed due to lack of data during the Warlord Period of China, see Around the globe). Multiple studies have documented that there were relatively few deaths from the flu in China compared to other regions of the world.[24][25][26] This has led to speculation that the 1918 flu pandemic originated in China.[27][25][28][29] The relatively mild flu season and lower rates of flu mortality in China in 1918 may be explained due to the fact that the Chinese population had already possessed acquired immunity to the flu virus.[30][27][25]

In 1993, Claude Hannoun, the leading expert on the 1918 flu for the Pasteur Institute, asserted the former virus was likely to have come from China. It then mutated in the United States near Boston and from there spread to Brest, France, Europe's battlefields, Europe, and the world with Allied soldiers and sailors as the main disseminators.[31]

In 2014, historian Mark Humphries argued that the mobilization of 96,000 Chinese laborers to work behind the British and French lines might have been the source of the pandemic. Humphries, of the Memorial University of Newfoundland in St. John's, based his conclusions on newly unearthed records. He found archival evidence that a respiratory illness that struck northern China in November 1917 was identified a year later by Chinese health officials as identical to the Spanish flu.[32][33]

https://en.wikipedia.org/wiki/Spanish_flu#Hypotheses_about_the_source

Örn,því mætti alveg, samkvæmt þínum eigin rökum, nefna spænsku veikina kínversku veikina.

Auk þess, þá er það ekki umdeilt að kórónaveiran kemur upprunalega frá Kína. Þannig að ef það má kalla spænsku veikina bandarísku veikina, vegna þess að ósannaðar kenningar segja að hún byrjaði í Kansas, þá er enn meiri ástæða til að kalla kórónaveiruna kínversku veiruna.

Alltaf gaman að sjá Bandaríkjahatara skjóta sjálfa sig í fótinn, þó mér finnist það stöku sinnum sorglegt.

Theódór Norðkvist, 4.4.2020 kl. 12:10

7 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Theódór. Þú breytir ekkert sögunni þó hún hugnist þér ekki. Ekki ætla ég að deila um fullyrðingar þínar varðandi uppruna Bandarísku plágunnar enda býsna erfitt að henda reiður á með óyggjandi hætti hvar hin og þessi plágan átti í raun upptök sín, sagan mun ávallt segja hver líklegasti staðurinn er og herstöðin í Kansas er líklegust í þessu tilviki segir sagan. Það er reyndar á sama hátt umdeilt hvort Covid-19 sé upprunin frá Wuhan, ýmsar samsæriskenningar í gangi. Ég er enginn hatari Bandaríkjanna og hef margoft ferðast þangað bæði vegna vinnu og mér til skemmtunar og er ekkert endilega hættur að heimsækja þau þó ég velji frekar aðra áfangastaði í seinni tíð. Ég tel hins vegar fulla ástæðu til að þegar appalsínuguli ofstækismaðurinn sem er forseti Bandaríkjanna hamrar sífellt á uppruna Covid-19 og kallar hana öðru nafni en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið henni þá sé því haldið til haga hvar aðrar plágur áttu upptök sín a' -llum líkindum. Ég geri mér líka ágætlega grein fyrir því að sá dýrðarljómi sem  margir sjá svífa yfir Bandaríkjunum eru hillingar einar. En þeir sem sjá Bandaríkin fyrir sér sem hina einu sönnu Paradís á jörð virðast ekki reka augun í þá mörgu vankanta sem þar er að finna og þeir missa einatt úr slag og jafnvel tvö ef þeir heyra eitt einasta styggðaryrði um þessa Paradís jafnvel þó slíkt sé sannleikanum samkvæmt. Bandaríkin eru nú engir englar og haga sér oft ekkert öðru vísi en þær þjóðir sem þær eru duglegar við að gagnrýna, m.a. fyrir að leyna almenningi upplýsingum. Einræðistilburðir hins appelsínugula eru ekkert mjög frábruðnir þeirra skáeygðu í austrinu að ekki sé minnst á tvíburabróður hans í Kreml. En nóg komið af ritræpu að sinni, nú þarf ég að fara að leita að kúlunni í fætinum, veistu hvort ég á að leita í hægri eða vinstri ?.... tæplega lillanum á milli, svo hittinn er ég nú varla.! 

Örn Gunnlaugsson, 4.4.2020 kl. 13:14

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú virðist ekki hafa lesið Wikipedia-greinina sem ég sendi þér hér að ofan, fyrst þú endurtekur bara sömu vitleysuna, sem ég er búinn að hrekja.

Hvaða heimildir hefurðu fyrir því að líklegast sé að spænska veikin eigi upptök í herstöð í Kansas? Það segir hvergi í Wikipedia-greininni. Þú mátt alveg draga í efa Wikipedia sem heimild, en meðan þú leggur ekki neina aðra heimild fram, er enginn fótur fyrir fullyrðingum þínum, eða ég er búinn að skjóta þann fót undan þeim.

Theódór Norðkvist, 4.4.2020 kl. 17:11

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Smá viðbót, ég er enginn aðdáandi BNA, en get ekki séð að þeir séu verri (og að mörgu leyti betri) en önnur ríki. A.m.k. betri en Kína, sem viljandi eða a.m.k. af stórkostlegu hirðuleysi missti þessa plágu úr böndunum, þaggaði niður í þeim og jafnvel drap þá, sem vildu láta heiminn vita og eru nú að hamstra lækningabúnað til að selja hann aftur löndunum, sem þeir sjálfir smituðu.

Þannig að vera betri en Kína, er ekki mikið afrek, frekar eins og að vera efstur í tossabekk. Sama má segja um samanburð milli BNA og flestra landa ESB og jafnvel milli BNA og Íslands.

Theódór Norðkvist, 4.4.2020 kl. 17:15

10 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Wikipedia, https://is.wikipedia.org/wiki/Sp%C3%A6nska_veikin Þaðan endurtek ég alla "sömu vitleysuna". Nei þú ert greinilega enginn aðdáandi BNA, miklu frekar BNA trúar sýnist mér. Ég átti nú ekki von á að mér tækist að finna svona rosalega viðkvæman blett á nokkrum manni fyrir það eitt að benda á að Bandaríkin eru engir englar þó þeir vilji oft leika þá og eru því miður lítið skárri en einræðisherrarnir í Austrinu. Hver skyldi tilgangur Trump vera með því að hamra í sífellu á að Covid-19 sé upprunið frá Kína í stað þess að kalla þennan faraldur bara því nafni sem WHO hefur gefið honum ? Annars held ég að þessi veira sé hræddari við Trump en Trump við veiruna, það væri ekkert grín að fá Trumpinn í sig, algjörlega ólæknandi ! Mér sýnist Trumpinn ekki ætla að gera mikið til að hefta útbreiðsluna hjá sér enda virðist það víðast hvar vera stefna yfirvalda að leyfa veirunni að vaða yfir, þó mishratt, m.a. hér á landi. Varðandi Kína þá er það alveg örugglega rétt að ekki er takandi orð mark á stjórnvöldum þar, þeir ljúga alveg eins og þeim hentar og ég hef sjálfur trú á að margfalt freiri séu látnir þar en uppgefnar tölur segja. Ég hef komið amk. 30 sinnum til Kína, fyrst 1995 og varð þá strax ljóst að þeir sem heimsækja landið eru eingöngu látnir sjá það sem stjórnvöld vilja að þeir sjái og annað ekki. En BNA hafa nú líka verið dugleg við að breyta sögunni, amk ganga þær ekki allar upp. 

Örn Gunnlaugsson, 6.4.2020 kl. 12:55

11 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Örn, 

Humm Bandarísk plága eða ekki, eitt er víst að einkaleyfið (e. patent) fyrir "Coved" hefur hann Bill Gates karlinn, svo og hafði hann vit á því, að koma inn þessum æfingum "Event201" fyrir þessu öllu saman. Nú og aðalkarlinn hans Donald Trups í þessum málum er hann hérna Fauci karlinn er var búinn að spá þessu öllu saman fyrir næstum því þremur árum síðan (eða 2017): Fauci: There will be a surprise outbreak (2017)

Já það lítur út sem þessi Covid plága sé Bandarísk plága

KV.
   

 Image may contain: possible text that says 'FACTS the Main Stream Media WON'T tell you. In 2015 the Bill Gates funded Pirbright Institute applied for patent on the Coronavirus In 2018 they were awarded the patent. In October of 2019 Bill Gates held

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 6.4.2020 kl. 13:34

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú gefst ekki upp. Þessi íslenska Wikipedia-grein er augljóslega stórgölluð. Hún getur engra heimilda (fyrir utan vísindavefinn og ensku Wikipedia-greinina, en gengur samt alveg þvert á niðurstöður þeirrar síðarnefndu). Enska greinin vitnar hinsvegar til næstum 150 heimilda.

Ég er búinn að sýna þér fram á og þú getur sjálfur lesið á ensku Wikipedia, að það er enginn einhugur um það meðal rannsakenda hvar spænska veikin átti upptök sín. Ef þú getur ekki sjálfur lesið greinina og séð það með eigin augum, þá get ég ekki hjálpað þér.

Theódór Norðkvist, 7.4.2020 kl. 01:53

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fyrsta staðfesta tilfellið af "spænsku veikinni" kom upp í herstöð í Kansas, USA. Um .að er ekki deilt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2020 kl. 11:44

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jú, það er deilt um það. Við erum að deila um það hér og nú. Wikipedia-greinin enska deilir um það. Hér er enn önnur tilvitnun úr henni, ég verð bráðum búinn að birta hana alla, vegna þess að sumir virðast eiga erfitt með, eða nenna ekki, að smella á þá tengla sem ég set fram sem heimildir.

United States

There have been statements that the epidemic originated in the United States. Historian Alfred W. Crosby stated in 2003 that the flu originated in Kansas,[22] and popular author John M. Barry described a January 1918 outbreak in Haskell County, Kansas, as the point of origin in his 2004 article.[12]

A 2018 study of tissue slides and medical reports led by evolutionary biology professor Michael Worobey found evidence against the disease originating from Kansas as those cases were milder and had fewer deaths compared to the situation in New York City in the same time period. The study did find evidence through phylogenetic analyses that the virus likely had a North American origin, though it was not conclusive. In addition, the haemagglutinin glycoproteins of the virus suggest that it was around far prior to 1918 and other studies suggest that the reassortment of the H1N1 virus likely occurred in or around 1915.[23]

https://en.wikipedia.org/wiki/Spanish_flu#Hypotheses_about_the_source

Theódór Norðkvist, 7.4.2020 kl. 14:22

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Theodór, þetta segir ekkert um upprunann. En þetta gæti bent til þess að veiran hafi stökkbreyst, eins og hún klárlega gerði a.m.k. þrisvar í spðnsku veikinni. Fyrsta bylgja veirunnar herjaði mest á ungt fólk með lítt þroskað ónæmiskerfi og veikt og eldra fólk með skert ónæmiskerfi. Seinni bylgja veirunnar herjað mest á fólk í blóma lífsins með öflugt ónæmiskerfi. Eftir það er talið að hún hafi stökkbreyst í vægara afbrigði, því það er ekki veirum til framdráttar að drepa hýsil sinn.

Flestar ef ekki allar veirur stökkbreytast, stundum til hins verra og stundum til hins betra, en þó eru þær alltaf óútreiknanlegar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.4.2020 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 125422

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 166
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband