Innlánsvextirnir lækkuðu hratt.

Bankarnir voru fljótir til að lækka innlánsvextina þó lítil hreyfing hafi orðið á útlánsvöxtunum. Á sama tíma og innlánsvextir eru 0,5% eru útlánsvextir á sama reikning 9,5%. Það er nítjánföld álagning eða 1900% á peninga sem bankinn höndlar með í umboði sparifjáreigenda. Var einhver að tala um að 100% álagning væri okur ?


mbl.is Bankarnir fylgja ekki leiðsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ertu að meina yfidráttarvexti? Það eru einu útlánavextirnir sem geta verið "á sama reikning" og innlánsvextir, eftir því hvort innstæðan er í mínus eða plús.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.5.2020 kl. 13:35

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Ég er í plús á reikningnum og fæ 0,5%. Bankinn er í plús á reikningnum og fær 9,5%. Íbúðalán með ca 5% vöxtum gerir þá tífalt eða 1000%. Svo er spurning hvort sé áhættunnar virði að geyma peninga í bönkunum núna á 0,5%. Kannski rétt að hafa þá bara heima undir koddanum ?

Örn Gunnlaugsson, 13.5.2020 kl. 14:35

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru engir peningar geymdir í bönkum. Ef þú átt innstæðu í banka er það bara upphæð í tölvu sem bankinn skuldar þér. Hvergi neinir peningar liggjandi í neinni geymslu.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.5.2020 kl. 14:52

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undirrituð er með svona ellismella-hagstæðan sparireikning í banka. Vextirnir af honum eru nú komnir niður í 0.65%.  Veit ekki nema koddinn sé orðinn öruggari, miðað við áhættusjónarmið.  Sem eru; það gæti kviknað í húsnæðinu mínu ~ bankinn fer á hausinn. 
Einhverjar ráðleggingar?

Kolbrún Hilmars, 13.5.2020 kl. 15:21

5 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Guðmundur, ef ég hins vegar tek út það sem er á reikningnum þá verða það seðlar og sennilega fer að verða öruggara að fá sér eldtraustan skáp undir þá.

Kolbrún, eldtraustur skápur en sennilega orðin minni hætta á að það kvikni í heima hjá þér en að bankinn fari á hausinn. Nú eru blikur á lofti.

Örn Gunnlaugsson, 13.5.2020 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 84
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 196
  • Frá upphafi: 125400

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband