10.6.2020 | 09:20
Ekkert til sem heitir Eiðsgrandi þarna.
Þessi gata heitir ekki Eiðsgrandi. Hún heitir Eiðisgrandi og dregur nafn sitt af bænum Eiði sem Meyvant bjó og stóð þar sem blokkirnar tóku yfir fyrir mörgum árum. Eru þessir nútímablaðasnápar svona málhaltir eða eru þeir hreinlega illa gefnir? Hvaða Eiður er það sem þeir telja að hafi eignað sér þessa götu ? Svo éta miðlar á borð við ja.is vitleysuna upp og heimilissetur fólk við þessa götu sem ekki er til. Fimm háskólagráður.......eða jafnvel fleiri?
Íbúar eru ósáttir við hrúgurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 36
- Sl. sólarhring: 120
- Sl. viku: 148
- Frá upphafi: 125352
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 115
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt þjóðskrá er engin fasteign skráð við "Eiðisgranda" en tvær við "Eiðsgranda" og báðar eru skolpdælustöðvar. Vesalings fólkið sem þar býr samkvæmt mbl.is.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2020 kl. 13:58
Enda er það svo Guðmundur eins og ég sagði að það étur hver upp vitleysuna eftir öðrum. Vitleysan í þessu dæmi hefur fest sig í sessi og svo virðist sem enginn hafi vit á að skoða söguna, ekki einu sinni Þjóðskrá sem skráir nafnið rangt. Þetta er staðfesting á hvernig Þjóðskrá kastar til höndunum og er ekki starfi sínu vaxið. Meyvant Sigurðsson bjó á bænum Eiði sem grandinn er kenndur við. Það voru áhöld um landamerkingar á sínum tíma og þóttu ekki augljósar en Meyvant benti á að skurður afmarkaði Seltjarnarnes og Reykjavík og stóð Eiði innan landamerkja Reykjavíkur. Seltjarnarnesmegin er gata sem heitir Lambastaðabraut og dregur nafn sitt af bænum Lambastöðum. Mér vitanlega hafa málhaltir, latir og heimskir ekki náð að breyta nafni þessarar götu í Landabraut þó mikill landi hafi verið teygaður þar á mínum unglingsárum þegar ég bjó á Nesinu.
Örn Gunnlaugsson, 11.6.2020 kl. 10:00
Alveg rétt. Og til að gera þetta enn vitlausara er talað um "íbúa" við þessa götu í fréttinni. Engar byggingar eru við hana nema skólpdælustöðvar. Myndin sem fylgir fréttinni er aftur á móti af húsum sem standa við Boðagranda og Keilugranda.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2020 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.